Friday, February 04, 2005

Dagur föstu og frjálsra áta



Jamm það er dagur föstu og er það vel, ótrúlega vel í raun þar sem ég hef ákveðið að vinna bara annan dag þessarar helgar og á því heila frídag í vændum. Var ágætt áðan þá var að hætta starfsmaður og nýr að byrja hjá ENEX sem er fyrirtæki að hluta í eygu VGK og var sendur póstur á liðið um að það væri með kaffinu upp á fjórðu hæð þar sem þeir eru til húsa. Þar mætir múgur og margmenni og ég og þegar þangað er komið kemur í ljós að sá sem að keytpi inn hélt að það væri bara enex að mæta í kaffið en þau eru að ég held 5!!! Ein lítil súkkulaði kaka og ein vínarbrauðslengja!! Frekar kómískt og vandræðalegt þannig að forstjórinn skellti sér í bakarí og reddaði dæminu með sóma. Já ætti að vera kaffi á hverjum föstudegi væri eðal siður verður að segjast!!
En megið þið eiga góða helgi landsmenn nær og fjær og farið varlega í ölæðið!!

Thursday, February 03, 2005

Snjór



Ja hvur gráskjóttur, það er byrjað að snjóa aftur og það bara í tölverðu magni. Svo bráðnar þetta efalaust á morgun og allt fer í bleytu og slabb, já núna þekkir maður Reykjavík, saga undanfarinna 10 vetra eða svo! Snjór á að vera í fjöllum en ekki á götum. Kuldi á að vera í ískáp en ekki í byggð. Sól á ekki að vera í ljósabekkjum heldur á mér!! Þetta bara er svona!

Wednesday, February 02, 2005

ACAD Map 2005



Jamm ég er alltaf að tilraunadýrast í vinnunni og var núna að skipta út ACad building system 2005 fyrir Map 2005. Hið síðarnefnda reynist svona miklu betur og öll heima forrituðu meunuarnir og toolbararnir svín virka í því síðar nefnda en ekki í því fyrra. Magnað hvað það er gaman að gera eitthvað annað en maður á að vera að gera, ekki það að það þurfti að kanna þetta og var ég fenginn í þetta, en það að fá að íta verkunum til hliðar og forrita smá og leika sér er fínt til tilbreitingar þó að ekki vildi ég hafa það að atvinnu!!! Já ekki voru þau orð fleiri!

Tuesday, February 01, 2005

Jamm jamm og jæja



Já þá er snjórinn farinn og mildur hiti úti og ergo allir að leggjast í kvef!! Magnað með þetta land, það eru allir alltaf lasnir, ef að það væri bara vetur þegar það er vetur væri kveftilfelli efalaust mun sjaldgæfari en þau eru í þessum umskiptingsveðrum, það er mín kenning alltént! Nýr mánuður byrjaður og jólin varla búin að manni finnst, þetta mun víst vera elli merki er mér sagt!! Þá er bara spurningin um að eldast hratt fram á sumarið og mjög hægt um sumarið, það er mitt plan fyrir sumarið!

Monday, January 31, 2005

Tími sannleikans



Já nú er tími sannleikans runninn upp. Sannleikurinn er sá að ég þarf að fara að mæta fyrr í vinnuna til að reyna að komast yfir allt sem ég þarf að gera. Var því mættu rétt yfir 7 í morgun og er það vel, nú er bara að gera þetta að vana ekki undantekningu. Annars var helgin fín þó svo að ég hafi verið í vinnu báða dagana. Skruppum í mat til Ástþórs og Kötu í gær og var amma svanhildar með í för. Það var þessi fíni tandoríkjúklingur á boðstólnum ásamt ýmiskonar indverskum kræsingum er fylgja slíkum rétti. Mikið er gaman að borða góðan mat, en ekki mátti miklu muna að súkkulaðikakan rifi buxnastrenginn þegar hún laumaði sér með ísnum niður í maga!!! Annars þá varð mér það á að standa fyrir framan spegil í gær og upp frá því var ákveðið að setja heimilið í ís og snakk pásu og er það vel!!

Sunday, January 30, 2005

Hvað er í gangi



Hvað er nú í gangi, var í vinnuni í eina 6 tíma í gær og er í vinnunni í dag. Þetta er náttúrulega bull, hvað er að verða um þessi prinsip um að vinna ekki um helgar?? Ástæðan er tvíþætt, jólavísa og verkefnastaða í botni. Jamm maður neyðist því til að játa sig sigraðan og sitja hérna, hlusta á Kings of Leon og drullast áfram með verkefnastaflann. Annars þá var mér rúllað upp í Scrabble í gærkveldi af eiginkonunni, ég var með einhver 280 stig en Svanhildur fann sig knúinn til að komast langleiðina upp í stigin fjögurhundruð. Var það fallega gert af henni?? Nei! Vona að ykkar helgi hafi verið meira frí en mín, sem að öðru leiti en vinnulega hefur verið fín!