Friday, April 11, 2003

Júhúúúúú Þá er maður kominn til Íslands. Þessi ferð sem ég kýs að kalla "Börnin heim", he he, gekk mjög vel, litli stúfur svaf mest alla leið og það var alls ekkert mál að fara með svona gaur milli landa. Talandi um landa! Ég keypti mér alveg snildar malt whiskey, Glen að sjálfsögðu, specal reserva líterinn á 2300ísk ekki ruslið í því. Kynntist því aðeins í gær og hef í hyggju að hafa þau kynni meiri. Búið að vera mikill gesta gangur í Langagerðinu, allir að koma að kíkja á gripinn, litli skilur ekkert í allri þessari athygli. En það er gaman að þessu, maður hittir alla og alltaf er jú gaman að spalla við fólk sem er verðugt spjalls. Svo er bara að slapp af á íslandi fram til 28 apríl er útferð er áætluð.


Wednesday, April 09, 2003

Þá er það dagurinn fyrir Íslandsförina miklu. Verið að pakka og ganga frá málum áður en heim er haldið. Það er ótrúlegt hvað svona smá snáða fylgir mikið dót. Þett er jú stopp á þriðju viku þannig að maður nær passlega að drepa allar plöntur áður en maður kemur út aftur. Þegar ég tala um plöntur þá er ég að tala um nytjajurtirnar mínar. Þar er fremst í flokki Chili-ið mitt sem við hjónin höfum verið að dunda okkur við að snæða í vetur, geypi sterkt og bragðgott. Koma svona 1-1,5 cm chilliar á plöntuna en þar sem chilli plantan er þannig uppbyggð að þeim mun minni sem ávöxturinn er þeim mun sterkari. Ég fullyrði að eitt svona lítið chilli er álíka sterkt og tvö stór keypt út í Nýkaupum. Svo er það mynntan okkar, þetta mun vera tælenskt afbrigði. Fersk mynta er ómissandi í jógurt-myntu sósu tilvalið með t.d. kjúklingabollum. Svo er það rósmaríntréið okkar. Mjög öflug kryddjurt þar á ferð ætti að vera til á hverju heimili. Þessar skal fremstar telja. Nú fara menn kannski að velta fyrir sér hvern fjáran ég sé að þrugla um einhverjar plöntur en þar sem mér tekst sennilega að drepa þær núna um páskana er þetta jú fyrirfram minningargrein.


Tuesday, April 08, 2003

Þá er það þriðjudagur, alltaf einu sinni í viku koma þriðjudagar. Kemur ekki oft fyrir að þriðjudagar séu tvisvar í viku en ekki skal útiloka neitt! Stóri plúsinn við að vera að vinna lokaverkefni einn er að ég ræð mínum tíma algjörlega og til dæmis í dag langaði mig að vera heima og spila civilization III og þá geri ég slíkt. Er ekki tilveran dásamleg??? Sólin lúber rúðurnar hjá mér en hitinn er samt ekki nema 2°C. Þetta er sem C það sem menn kalla Windows veður og því tilvalið að nota slíkt til tölvunotkunar. Það er sem sé ekki svaðilfara veður eins og Torfi og Eva lentu í á suðurför sinni. En eins og menn ættu að vera að segja, enginn er karakterinn sem ekki hefur í svaðilför lent. Það finnst mér a.m.k.
En að alvarlegri málefnum! Hjörleifur, hefur Gorenje verið að svíkja þig með bileríi eða er hann bara ekki vel byggður í grunninn?? Þetta er geypilega nauðsynleg spurning og ég reiði mig á Hjölla með svar :-)
En nú er Hildur vinkona okkar í heimsókn að kíkja á littla manninn og Svanhildur er búinn að baka eplaköku svo hugurinn hefur verið færður frá lyklaborði að maga. Látum það vera lokaorð að sinni.


Monday, April 07, 2003

Jæja þá er kominn mánudagur. Geypileg mæða það. Segja má að Garfield hafi rétt fyrir sér í öllum aðalatriðum og sér í lagi um mánudaga! Mánudagar tákna visst upphaf, og til að það upphaf geti átt sér stað þarf endi á eitthvað annað. Og mér sem var farið að líka alveg ljómandi við liðna viku.....Búmmmm!!! vikan búin. En nýrri viku fylgja ný verk og hið fyrsta sem ég gjörði í morgun var að fara niður í sendiráð og sækja passa fyrir Ástþór Örn. Magnað að fá fimm ára passa fyrir kornabarn. Eitt orð eins og Lárus Björnsson myndi orða það "FÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍFL". Eitt er að vera með ökuskírteini til sjötugs frá 19 ára aldri, smá séns að hægt sé að sjá svip eftir allan þann tíma (ekki stór þó), en annað að gera ráð fyrir að barn sé eitthvað líkt sér að fimm árum liðnum. (Aftur "FÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍFL"). Fór svo og kíkti í Elgiganten sem er ELKO Dana. Erum að spá í ísskáp, fengum aur í brúðkaupsgjöf og ættlum að fjárfesta í heimilistækjum. Þá er það spurninginn! Á maður að kaupa eitthvað Zanussi rusl af því það er svo billigt eða á maður að kaupa alvöru græju! Svarið er tvímælalaust ekki Zanussi eða Candy eða eitthvað öfugugga merki! Nei maður á að eyða aðeins meiri peningum og fá sér eitthvað almennilegt sem endist lengur en hálft ár. Við hjúin erum að spá í Stolti Slóveníu "Gorenje". Það eru ægi fögur og endigargóð tæki sem ættu að vera til á hverju heimili (eða siemens, AEG, Miele o.s.frv.). En svona mál skal ígrunda gaumgæfilega og ekki skal flana að neinu.


Sunday, April 06, 2003

Þá er það sunnudags morgunn til taumlausrar sælu. Vöknuðum með guttanum og skelltum honum í bað, mikil skemmtun það. Sunnudagar eru alltaf frekar fyndnir dagar í Danmörku, hér skal hvíldardagurinn haldinn heilagur, i.e. búðir eru lokaðar og í fáum orðum, allt er lokað. Reyndar séns að fara í bíó. Það er reyndar ein búð sem má hafa opið á sunnudögum í bæjarfélaginu, en þá verður sú búðarkeðja að hafa undir einhverjum 10% í markaðshlutdeild í bæjarfélaginu. Í mínu ungdæmi var til ágætt orð yfir svona stjórnunarhætti, "Fasismi". Danir, eins ágætir og þeir eru í tívolí á sumrin að "Hygge sig", eru holdgervingar meðalmennsku og fasisma. Sjálfstæð hugsun og það að skara fram úr er litið stærðar hornauga hér. Það er án efa það erfiðasta við að búa í Danmörku að reyna að forheimska sig til að passa inn í þetta meðalmennsku helv...! Mér hefur engan veginn tekist það enn. Því verður það kærkomið að kíkja á klakann á fimmtudaginn næsta og safna smá siðferðisþreki fyrir lokabaráttuna hérna úti. Ekki það að sumarið verður efalaust fínt, sólin reddar því. Það má alltaf treysta gula fíflinu til að bjarga deginum svo fremur sem það láti sjá sig.