Wednesday, March 30, 2005

Gamla commenta draslið



Já eftir stutta prufun á nýju commenta kerfi hef ég ákveðið að fara aftur í það gamal. Þetta nýja var ekki alveg að gera sig, full hægvirkt og engir broskarlar og því þá ekki að halda í það gamla! Er búinn að vera að hlíða á nýju tónsmíðina þeirra strákanna í Kent og lýst vel á gripinn, alveg að drukna í vinnunni og allt brjálað hjá Svanildi í skólanum! Þetta svo sem summar upp tilveru okkar þessa dagana, full mikið að gera og full lítill tími til að sofa! Magnað með svefn, maður væri alltaf til í að sofa smá lengur og svo loksins þegar menn verða gamlir og hafa ekkert skárra að gera en að sofa þá geta þeir það ekki!!! Svona er nú sanngirni tilverunnar!!

Tuesday, March 29, 2005

Páskarnir búnir



Já þá eru páskarnir búnir og mættu þeir hafa verið mun lengri mín vegna. VIð skruppum vestur á nes og höfðum það alveg ótrúlega gott þar. Þar var góður matur snæddur í kílóavís og kannski fullmikið rauðvín og gin drukkið og slappað af í sveitinni þess á milli. Veðrið var alveg frábært og allt eins og best verður á kosið. Græjuðum 600L fiskikar og breyttum í heitan pott, hann var stundaður grimmt á kvöldin, setið þar ekki undir tveimur tímum á kvöldin þannig að vöðvabólgan hefur sjaldan verið betri. En öllu góðu verður að ljúka og því er maður mættur hérna í vinnuna aftur!!!

Ps. Eins og glöggir lesendur hafa efalaust tekið eftir eru tvöfaldar Comment línur núna í gangi, þetta er sökum þess að ég er að prófa blogger commenta kerfið þannig að ef einhver vildi vera svo vænn að skella komment á þetta nýja væri það vel þegið!!