Sunday, October 08, 2006

Cars



Sunnudagur og fríhelgi nánast að baki. Fórum í tvær afmælisveislur í gær, eina í Hveragerði hjá henni Vigdísi og aðra á Bugðulæknum hjá Hjálmarssonum. Alltaf gaman að fara í afmæli og fá góðar kökur og hitta fólk. Brauðtertan hjá Marteini fær einnig sérstakt prik og umfjöllun hérna! Dagurinn í dag verið í rólegheitunum, fórum í bíó með Ástþór Örn og kíktum á Cars. Hafði nú bara lúmst gaman að henni sjálfur! Föstudagskvöldi var svo varið í grilli hjá Stáli og suðu. Grilluðu þessar fínu folaldasteikur, var ótrúlega gott. Hef persónulega ekki verið mikill hrossakjöts maður, ekki út af prinsippi þó, er alveg sama þótt ég eti það sem ég ríð, mér hefur bara ekki fundist bragðið gott. Hinsvegar voru þessar folaldasteikur eins og gott nautakjöt, kom mér á óvart!