Thursday, October 21, 2004

Styttist í helgina!



Jamm það styttist í helgina sem betur fer verð ég að segja. Er búinn að vera eitthvað ótrúlega sifjaður þessa viku og ekki verið að mæta í vinnuna fyrr en um níu. Hefur samt verið ótrúlega ljúf að vera að vakna rétt fyrir 8. Jamm farinn á fullt að hanna loftræstikerfi fyrir Hellisheiðarvirkjun, en er samt ekki búinn að koma gömlum syndum frá þannig að maður reynir að koma þeim inná milli. Kíkti á gamla manninn á landspítalann í gær, var verið að tappa einherjum vökva og drullu úr lungunum á honum og hann þarf að liggja þar í viku. Alveg merkilegt hvað ég hef mikinn viðbjóð á sjúkrahúsum, finnst ógeðslegt að koma inn á slíkar stofnanir, lyktin, stemminginn og meira að segja litur á veggjum fer í taugarnar á mér. Hef aldrei getað hugsað mér að vinna í klíníska geiranum. Þegar ég var krakki og var spurður hvað ég ætlaði að verða þegar ég yrði stór, þá sagði ég aldrei læknir klárt mál. Hinnsvegar má ekki skilja það svo að ég sé ekki feginn að fólk vinni við þetta, það er náttúrulega almagnað og nauðsynlegt, ég bara skil það ekki, það er bara þannig!!!

Tuesday, October 19, 2004

Ný veikindi!!



Jamm það hefur sennilega aldrei legið jafn mikið á mér í vinnu eins og þessar vikurnar og komandi mánuði, er bara enganveginn að hafa undann, ekki nálægt í raun. Það væri svo sem allt í lagi ef að það væri ekki svaka törn hjá Svanhildi líka, hún á kafi í ritgerum og lestri. Þannig að til að toppa þetta allt þá var Ástþór lasinn síðustu viku og var svo orðinn brattur um helgi, var hjá dagmömunni í gær og svo í morgunn fékk ég sms um að hann væri kominn með hita!!!! Þetta er magnað verður að segjast. Þannig að Svanka er heima í dag og ég tek vaktina á morgun. Svona er þetta að vera með barn í aðlögun hjá dagmömmu, blessað ónæmiskerfið að taka til starfa fyrir alvöru í fyrsta sinn. Jamm, spurning um að fá sér bara einn kaldann í kvöld og skella þessu öllu upp í kæruleysi.

Monday, October 18, 2004

Allt fram streymir endalaust ár og dagar líða!



Mælti skáldið um árið. Skáldið mælti en smiðurinn mældi en samt er grundvallar munur á iðju þeirra þótt orðið sé næstum hið sama. Eða eins og við Völundur Snær fundum út um árið að "betri er nagli en negla þegar maður er að negla, en betri er negla en nagli þegar maður er úti á bát". Þarna er gert ráð fyrir að bátur sé soðinn eða límdur en ekki negldur. Það er margt skrítið í kýrhausnum segja þeir strákarnir eða það er margt í mörgu í maganum á henni Ingibjörgu.....!!!!!

Sunday, October 17, 2004

Sunnudagur til sveppaáts!



Jamm þá er það sunnudagur og það þýðir í raun aðeins eitt, það er mánudagur á morgun. Breytir svo sem ekki öllu fyrir mig þar sem ég er í vinnunni núna að reyna að ná upp gömlum syndum. Ótrúlega magnað reyndar að vera svona einn á hæðinni, Pearl Jam No Code í botni og fílingurinn alger, ekki ruslið í því. Sátum og spiluðum OKEY hjónin í gærkveldi en það er tyrknest spil af skemmtilegri gerðinni em tengdaforeldrar okkar færðu okkur frá Tyrklandi. Núna vantar okkur bara einhverja til að spila það við!! Any takers!!!!