Friday, January 16, 2004

Hver orti og söng eftirfarandi línur:

"Tell me Im the only one.
Tell me theres no other one.
Jesus was an only son
Tell me Im the chosen one.
Jesus was an only son for you.
Despite all my rage I am still just a rat in a cage
And I still believe that I cannot be saved."

Því miður hefur þessi grúppa lagt upp laupana, lauparnir atarna.
En þá er það síðasti dagur vinnuvikunnar er ekki lífið ótrúlegt dúndur og æði??? Ekkert stórt planað um helgina ætla reyndar að elda voða góðan indverskan rétt í kvöld í tilefni þess að ár er liðið frá því að við Svanka giftum okkur í ráðhúsinu í Birkerød í Danmörku. Sem sagt fyrra brúðkaupsafmæli okkar á árinu er í dag. Vorum með þennan rétt úti fyrir ári og var það mjög fínt svo að nú skal leika leikinn þann aftur. Svo er Svanhildur búin að laga svo fínt til á hæðinni okkar að maður þarf ekki einu sinni að taka til um helgina, hvílík sæla það er!


Thursday, January 15, 2004

Þessi vika hefur bara alveg flogið áfram allt eins og það á að vera, styttist óðfluga í að tugirnir verðið þrír. Þá má til gamans geta að Björn nokkur Böðvarsson er tæpan mánuð frá því að verða þrítugur hehe, um að gera að minna hann reglulega á það strákinn. En það á vonandi fyrir flestum að liggja að verða þrítugir þannig að það ætti að vera hið besta mál, eða hvað!!!! Ég mun sennilega ekki ná því að verða atvinnumaður í knattspyrnu sem er mjög skrítið þar sem ég hef ekki verið að æfa knattspyrnu né lagt nokkurt kapp á að verða atvinnumaður. Hins vegar hef ég fylgst með knattspyrnu að krafti en það er augljóslega ekki nóg að fylgjast með til að ná árangri í íþróttinni. Spurning um að snúa sér að skák eða einhverju þesslags. Svo er það kanski málið þar sem hópur af mér og mínum félögum verður sem fyrr segir gamalmenni á árinu að snúa sér bara hið fyrsta að bochia!!! Gætu jafnvel komið sniðug viðurnefni út úr því svo sem "Björn Bochia" kóngur svo eitthvað sé nefnt!!! Held samt ekki persónulega verð ég að segja. Nei.


Wednesday, January 14, 2004

þá er það dagur miðrar viku sem í daglegu tali er oft nefndur miðvikudagur. Enginn er það snjórinn sem prýðir götur bæjarins líkt og í norðri um þessar mundir, aðeins ís og sót. Miður þykir mér þau skipti. Fá rokið og kuldan en ekki snjóinn. Hins vegar má til sanns vegar færa að of mikill snjór getur líka af hinu illa verið í stað sem Reykjavík þar sem enginn virðist kunna að aka í snjó og glundurroði og almennur atgangur verður oft á götum úti við hið fyrsta fjúk. Spurningin er því sú hvort að Reykvíkingar geti lært að aka í snjó að gefinni þeirri tilgátu að snjóadögum muni fjölga eða að það sé í raun borinn von. En þó segir máltækið að æfinginn skapi meistarann. Má þá búast við að haldið verði meistarmót í snjóakstri í nánustu frammtíð eða mun sú keppni einskorðast við götur höfuðborgarinnar. Munu menn leggja af gangstéttir og taka í staðinn upp gönguskíða stéttir??? Verða gangandi vegfarendur bannaðir til þess að hægt verði að losna við snjó af götum upp á gangstéttirnar. Þetta eru aðeins nokkrar spurningar sem að ég veit að eru að brenna á okkur öllum. Spáum í tilveruna og vörumst innfluttan ost.


Tuesday, January 13, 2004

Koddinn hafði betur í slagi morgunsins. Ég lá í klukkustund og safnaði siðferðisþreki til þess eins að drullast á lappir. Þessi kuldi og vindur úti eru ekki alveg að gera sig, vorum líka á smá djammi í gær það hjálpar heldur ekki til við það að koma manni fram úr rúminu. En það hafðist að lokum því miður. Stefnir allt í það að næsti mánuðurinn verði frekar annasamur hjá mér í vinnunni, frekar mikið sem á eftir að gera fyrir þann tíma. Maður hefur bara ekki verið að nenna að vinna eftir jólafríið, hvernig verður maður eftir sumarfríið???? Tengdaforeldrar mínir komu heim í gær frá París. Þau áttu 26ára brúðkaupsafmæli þarna úti og Kata varð líka fimtug þannig að Svanhildur og Vigdís föðursystir hennar voru með smá boð í gær þegar þau komu heim, kampavín og hvítvín og snittur og alles. Svo fór allt liðið á Einar Ben, nema ég var eftir að passa littla gaurinn, það er svo sem fínt núna að vera ekki þunnur þá væri maður sennilega sofandi enn!!!!


Monday, January 12, 2004

Jæja þá er það mánudagur á ný. Var frekar sofandi þegar klukkan hringdi í morgunn og lét eftir mér að liggja í móki í hálftíma, það var magnað. Veit samt ekki alveg hvaða ósið ég er að koma mér upp á, það er bara eitthvað svo kallt og dimmt úti að rúmið virkar sem hinn öflugasti segull. Ummmmm rúm. En það er enginn miskun hjá Magnúsi og ný vinnuvika farin að rúlla. Átti hina bestu helgi, skruppum í bæinn í gær stórfjölskildan, kíktum á kaffihús (Te og kaffi að þessu sinni). Hef ekki komið þangað síðan ég flutti út, fínt kaffihús, gulrótarkakan sveik ekki. Ástþór Örn var líka alsæll með rúnstykkið sitt með skinkunni. Sunnudagurinn fór svo í tiltekt og sjónvarpsgláp, alveg hið besta mál inn á milli að taka smá til hjá sér. Þarf svo að fara með videotækið okkar í viðgerð í dag, búið að vera bilað lengi. Þar er svona sex ára gamallt eða svo og er búið að vera bilað í langan tíma, Panasonic drasl, kostar efalaust gommu að gera við það þannig að það er sennilegra ódýrara að fá sér nýtt. Hvernig er það með þessi aukaútlát eru þau endalaus??? Það dettur eitthvað inn í hverjum mánuði sem maður reikar ekki með og kostar lágmark 20 þús og yfirleitt mun meira. Það sukkar bigtime!!