Friday, May 27, 2005

Rúmenía



Jamm það er þá komið á hreint að ég verð í Rúmeníu 7-12 júní. Flýg réttara satt til danmerkur seinni part þann 7.júní og til Rúmeníu þann 8.júní. Verður gaman að koma þangað, aldrei komið til þessara austari Evrópulanda og Rúmenína er jú líka svoltið í suður þannig að maður þarf sennilega að taka með sér stuttbuxur. Búinn að verða mér út um VGK vinnugalla og svo þarf maður að fara og fá sér skó með stáltá og botni og þá er allt klárt!! Ég kem svo heim þann 12. og Svanhildur ferð svo út að morgni þess 13.júní þannig að það má segja að mikið flakk sé á okkur hjónunum í þessum mánuði! Jamm svo er helgin framundan, sveitaferð í Kjósina með Ástþóri Erni og leikskólanum. Vinna á sunnudaginn, hjá því verður víst ekki komist!!!!!!!

Thursday, May 26, 2005

Sumar og sól



Já ótrúlegur úrslitaleikur í gær meistaradeildinni, hver hefði getað trúað að þessir Liverpool aular yrðu Evrópumeistarar!! Jæja þetta er stundum svona fáránlegt verður að segjast! Hjólaði í vinnuna í fyrra morgun og svo til bara aftur í gær, byrja rólega til að koma sér í form en sprengja sig ekki á þessu í upphafi! Var ekki nema 24 mín á leiðinni og þó aðeins mótvindur, þetta verður fínt í sumar að komast í smá form, ekki veitir af því á þessum bænum hef aldrei verið í jafn vondu formi!!!! :-(

Monday, May 23, 2005

Jamm bústaðar helgi liðinn!!



Já skelltum okkur í bústað um helgina. Fórum fjölskyldan og amma Svanhildar í bústað littlu legra en laugarvatn staðsettum í Reykjaskógi! Það voru hin mestu notalegheit og gott að vera þar! Reyndar skítkalt og hörku rok þannig að bjórin varð ískaldur þegar maður sat í pottinum!! Svanhildur skutlaði mér svo í Hveragerði þar sem Vigdís var svo elskulega að kippa mér með í bæinn og hef ég setið við tölvuna síðan!! Svanhildur og Ástþór koma svo á morgun. Findið að vera bíllaus í bænum maður er ekki vanur því en þá kemur taxi sterkur inn!! Ástþór Örn búinn að vera lasinn af kvefi og barið hóstann og ekki getað verið úti að þeim sökum, þetta er nú ljóta hundalandið!!! En helgin var engu að síður glæst, áfram sumarbústaðir!!