Saturday, November 27, 2004

Vinna á laugardegi



Jamm það er ekki tekið út með sældinni að verkfræðingur!! Maður nær að koma sér í þannig verk að þessi andlega nauðsynlegu helgarfrí eru ekki valkostur lengur. Djö og helv!! En góðu fréttirnar eru þær að hinn annars ágætlega negatífi reikningur minn verður kátur með þetta!!! Vill bara svo skemmtilega til að ég er enganveginn að nenna þessu í dag en er samt búinn með tölvert, verið próducttífur dagur. Jamm fílupóstar mega ekki vera lengri en þetta og læt ég því staðar numið!!

Friday, November 26, 2004

Kópavogur gone mad!



Jamm þá er bæjarfélagið mitt orðið ótt. Ekki nóg með að þessari blessuðu 9 ára stúlku hefði verið rænt af þessum mann aumingja drulluslefa og skilinn eftir á víðavangi, heldur var dóttir dagmömmunnar okkar barinn í höfuðið með Baseballkylfu í gær. Hvað er að verða að þessu blessaða landi, fólk að verða geðsjúkt í kippum. Spurning um að fara að taka upp opinberar aftökur með fallexi eða góðum hengingar hnút. Það myndi kanski líka fá stjórnmálamennina okkar til að hugsa sinn gang ef við lóguðu svona einum þremur eða svo!!

Wednesday, November 24, 2004

Jamm og jæja



Dagur miðrar viku er runninn upp. Það þýðir aðeins í raun að dagurinn fyrir dag miðrar viku er liðinn. Ótrúlega skrítið með það að dagarnir líða og koma ekki aftur. Eða hvað??? Ég get svo svarið að það var miðvikudagur í síðustu viku og samkvæmt því þá koma dagarnir aftur. Svo hvort er það, nú er algerlega búið að rugla mig í rýminu. Mér finnst persónulega betra að láta rugla mig í rúminu en rýminu. Og hvað rými er það sem maður er ruglaður í. Höfuðið er í raun ekki rými því það er full af heila, en þá er tölvert rými fyrir utan höfuð en það tekur ekki þátt í hugsanagangi manns og því ekki hægt að rugla mann í því rými. Mér þykir þetta allt hið undarlegasta mál. Þannig er nú það!

Tuesday, November 23, 2004

Langar heim



Jamm verð að segja að ég er að verða búinn að fá nóg af endalausum fundarhöldum og þvæling og tímapressu!! Væri til í að sjá aðeins meira af Ástþóri Erni vakandi á daginn. Maður er að koma heim rétt fyrir og yfri sjö þessa dagana og hann er farinn að sofa um átta þannig að þetta er hund fúlt. En góðu fréttirnar eru að það eru meiri líkur á að maður eigi fyrir vísareikningnum ef maður vinnur eins og sveppur! Jamm svo er meistaradeildin á morgunn og ekki má maður missa af því!! Og umhleypingar byrjaðir, var búið að tolla snjór mun lengur en ég átti von á, yfirleitt koma umhleypingar strax eftir snjókomu þannig að þetta var smá plús. Jamm þá er það búið!

Monday, November 22, 2004

Matarboð



Jamm helgin var fín að þessu sinni. Fór ekkert í vinnu og drakk þeim mun meira af öli. Okkur var boðið í mat til Vidda og Kollu á laugardagskvöld og var þar vel veitt bæði í mat og drykk og þökkum við þeim hjónum kærlega fyrir okkur, þetta var skemmtileg kveldstund og nú stendur það upp á okkur að gjalda slíkt hið sama. Spilað var landnemaspið Catan sem er skemmtun hin mesta og ekki skotið fyrir það tólfunum að maður fjárfesti í slíku. Svo var okkur boðið í hreindýrasteik til tengdaforeldranna á sunnudagskvöld. Hreindýrið klikkar bara ekki, það er bara ekki í stöðunni. Snilldar helgi sem C. Það finndnast var samt að Ástþór Örn gisti hjá afa sínum og ömmu á laugardagsnótt og svo á sunnudagsmorgunn vaknar Svanhildur og klukkan orðin 10. Það hefur ekki gerst í langan tíma að maður hafi sofið svona út, þvílík snilld það er. Jamm en núna er það bara vinnan og kannski einn heitur kaffibolli hver veit.