Friday, December 05, 2003

Föstudagur runnin upp, magnaður fjári það verður að segjast. Ziggy mættur í vinnuna 20mín yfir sjö, kraftur í strák. Fínt að mæta svona snemma, hækka í Placebo og reikna eins og griðungur (hvernig sem þeir nú reikna annars). Alveg magnaður fjári, erum með örbylgjuloftnet til að ná skjá einum, bíórásinni og fjölvarpi en sá hængur er á gjöf Njarðar að það er ekkert rosalega gott og skilyrðin eru ekki hin bestu heldur. Þannig vill því til að þegar rignir vill allt draslið detta út, einhverra hluta vegna. Ziggy var sem C að horfa á mynd á bíórásinni í gær, (voða fín hakkaramynd) og það var eftir svona 15mín þegar sjónvarpið datt út! Frábært, nú veit maður ekki hvernig myndin endar og ekki nenni ég að leigja mér mynd fyrir 15mín. Þetta sökkar bigtæm. En svo er það julefrokostinn í kvöld þannig að ég þarf að fara að huga að skemmtiatriðum. Kann einhver góða brandara?!?!?


Thursday, December 04, 2003

Fimmtudagur er runninn upp. Hvernig renna dagar, ég hélt að þeir liðu, sbr. liðið lík, liðinn dagur. Hvernig líða lík?? Þú líða ekki áfram, þeim líður sennilega ekki vel (ekki illa heldur), svo hvernig líða lík. Ég veit það ekki ekki spyrja mig. Frúin komin í jólafrí, en Ziggy þarf að vera í vinnunni áfram! Verð að segja að ég hlakka mjög mikið til jólanna, verður samt skrítið núna þar sem við erum búinn að vera tvö úti um jól undanfarinn tvö ár en núna verður múgur og margmenni og barn, verður viss breiting. Efa laust ekki slæm breiting, bara breiting. Svo er það jule frokost í vinnunni á morgun, ég á að sjá um skemmtiatriði fyrir mína hæð, spurning um að fara að byrja að spá í því þar sem þetta er jú á morgun. En verandi verkfræðingur ætti maður ekki að vera í nokkrum vandræðum með að sleppa sem billegast út úr þessu, það er jú það sem við erum þjálfaðir í :-). Svo má til gamans geta að bæði ManU og Liverpool féllu úr leik í deildarbikarnum í gær aldrei leiðinlegt þegar svoleiðis gerist.


Wednesday, December 03, 2003

Dagur miðrar viku er vel á veg kominn, ég búinn að vera í vinnunni síðan 7:30 í morgun, enn að reyna að flýta komutíma mínum hingað á morgnanna til að eiga meiri tíma heima, nú eða meiri yfirvinnu. Síðasti yoga tíminn í kvöld, það er hálf fúlt verður að segjast, fínir tímar en maður er þá ekki bundinn tvö kvöld í viku í einskonar leikfimi huga og handar. Má til með að tjá mig aðeins um Hringjadróttins sögu þar sem Torfi var að hallmæla þessu snilldarverki. Oft hefur Torfi rétt fyrir sér og má hann njóta sannmælis þess vegna, en hér hefur hann hinsvegar alrangt fyrir sér, ALRANGT! Get vel skilið að fólk sem hefur ekki lesið bækurnar finnist myndirnar á köflum ruglingslegar þar sem mikið vantar upp á í söguna sem fram kemur í bókinni. Bækurnar eru sem sagt gargandi snilld en myndirnar eru alls ekki svo slakar heldur, flott myndataka, fínir búningar, góð saga hvað vilja menn meira? Jafnvel mikið að spennu og bardögum, þá aðallega í mynd tvö og svo þeirri þriðju. Torfi lestu bækurnar og sendu Mund þær svo þegar þú er búinn með þær. Þessar sögur hafa á löngum verið taldar höfða til hugsandi fólks með frjótt ímyndunarafl og slíkt fólk því náð að lifa sig vel inn í söguna. Sú staðreind að það séu margir þarna úti sem ekki ná kjarna sögunnar er í sjáfum sér ekki áfellisdómur um skort á ýmindunarafli aðeins sterkt hint í þá áttina!!!


Tuesday, December 02, 2003

Vikan spólast áfram og er það vel. Fór í magaspeglun í gær, sérdælis ekki skemmtileg iðja það. Rekin slanga niður í kokið á manni og lengst niður í maga þar sem hún er dregin fram og til baka. Maður netta kúgast af þessu það verður að segjast. Í það minnsta er þetta ekkert sem ég mæli með það verður að segjast. Skellti mér svo í bíó með tengdaföður mínum í gær. Fórum að sjá Kill Bill, mikil skemmtun það verð ég að segja. Náttúrulega vel blóðug eins og Tarantino er von og vísa, mikið af svörtum húmor og góðum fröstum. Mæli með henni, en samt ekki fyrir viðkvæmar sálir, þar kemur Bambi alltaf sterkur inn. Svo er það plönuð ferð á Snæfellsnesið á föstudaginn, svo nú er bara að telja niður dagana í það. Það er reyndar Jule frokost í vinnunni hjá mér á föstudag og ég á að sjá um skemmtiatriði, maður þarf að fara að leggja hugan í bleyti með það. Einhverjar hugmyndir??????


Monday, December 01, 2003

Þá er byrjuð ný vika. Það er nú eins og maður sé fastur í illa forritaðri lúppu, vika-helgi, vika-helgi og hverjum datt í hug að hafa vikuna lengri en helgina. Ekki Gáfuleg ákvörðun það, ekki. Er óvenju grumpy í morgunsárið núna, er að fara í magaspeglun um eittleitið og hef því ekki borðað síðan átta í gærkvöldið. Er svona týpan sem er ómögurleg ef ég fæ ekki morgunmat. Verð efalaust farinn að bíta fólk um hádegið. Átti annars ágæta helgi, vorum í rólegheitum mestan part helgarinnar, sváfum til 10 á sunnudagsmorgun, það var frekar ljúft. Tókum svo hæðina okkar í gegn, ekki vanþörf á því. Fínt að vera með svona smá generalprufu fyrir jólahreingerninguna. Svo er bara að telja mínóturnar þar til ég fæ að borða aftur, hlakka frekar mikið til þess verður að segjast!