Friday, May 30, 2003

Þá er næstum kominn helgi. Það er faktist svo nálægt helginni að ég ákvað að byrja helgarfríið í dag!!! Skruppum í sólinni og 21°C í bæinn í Birkerød og röltum í Brugsen. Magnað að hafa svona hita á hverjum degi spáð hlýnandi, alveg yfir 25°C. En til samanburðar eru 25 gráður álíka margar gráður og deilast yfir júlímánuð í Reykjavík :-) En lifi byltingin. Nú þarf bara að skipuleggja hverju bylta skal og hafa öll aðalatriði á hreinu áður en til framkvæmda er farið!


Wednesday, May 28, 2003

Dagur miðrar viku og er það vel, þar sem það þýðir að helgin er í nánd. Það vill ekki svo vel til að einhver hafi í fórum sínum Matlab vigur, i.e. meðal orkunotkun heimilistælja á hverjum klukkutíma ársins??? Nei var bara að spá mig vantar einn slíkann og ég nenni ekki að búa hann til. Þannig er nú það. Metallica að koma með nýja plötu maður verður að fara að skreppa á netið og stela henni áður en hún kemur út, alveg ómögulegt að vera ekki kominn með hana (eða hænu) í hendurnar áður en Jón Kókaínsali Ólafsson verður farinn að græða á henni. Magnað að sá maður gangi enn laus, múltí milli en samt með 75þús eða svo í mánaðarlaun samkvæmt opinberum plöggum. Þá er það spurningin af hverju hefur hann ekki verið stoppaður (einhver smá rasía í gangi núna). Það kemur í rauninni bara eitt til greina að mínu viti. Maðurinn er búinn að vera að sjá fyrirmönnum þjóðarinnar fyrir ólöglegum efnum á þeirra yngri árum (og sumum efalaust enn) og hann hefur það á þá helvíska og því þora þeir ekki að hreyfa við honum. Hvernig hljómar kenning þessi?? Almennt þykir mér ekki nógu mikið af samsæriskenningum í gangi og því verður maður að búa til sínar eigin.


Tuesday, May 27, 2003

27.maí. Dagur merkilegur fyrir margar sakir. Ekki sýst fyrir þá staðreind að á þessum degi fyrir nákvæmlega 40 árum kom Bob Dylan fram með lagið Blowing in the wind og þar með kynntist alheimurinn Dylan og hefur sá fyrrnefndi ekki verið samur síðan. Var einnig að hlíða á nýtt lag með Red Hot Chillipeppers og þeir strákarnir eru bara alls ekkert að missa það. Þetta var bara hið albesta lag og vonadi fleiri af þessari sort á nýju plötunni. Stuttbuxna veður í dag, magnaður andskoti það. Áfram stuttbuxur segi ég.


Monday, May 26, 2003

Ný vika, sömu áskoranir. Er heima að vinna að verkefninu mínu, ekki það að ég nenni því. Maður á ekki að vera í skóla í maí lok það bara virkar ekki þannig. Eurovision um helgina, það er alltaf sömu leiðindin í gangi þar. Lögin leiðinleg til að byrja með og svo eru þetta bara viðskipta og frændþjóðir að gefa hvort öðru stig. Þetta Tyrkneska lag sem dæmi!!!! Hvað er í haus að gefa slíku lagi stig. Lagið var ógeðslegt en það var ekkert í samanburði við vampíruna sem söng það. Hún var alveg eins í framan og rassgat á belju sem er að lokast eftir að hafa klippt á góða slummu. Kjafturinn stóð lengst út úr fésinu á kvikindinnu og augun voru á stilkum. Þá hefði nú Tyrkja Guðrún þótt lúkker í samanburði við þetta fjós. En við stóðum okkur fínt og Pokahontas brosti sínu gáfulegasta brosi hehe. Áfram Ísland!