Saturday, July 09, 2005

Hestar



Það er þannig að ég fer oft á hestbak með tengdaföður mínum fyrir vestan, maður er að jafnaði í fötunum sínum eins og gefur að skilja. Hins vegar eru fötin manns ekki hönnuð sérstaklega til að vera á hestbaki. Buxur eiga það til að reyna að snúast á fótleggjunum á manni og fleira í þeim dúrnum. Ég fór því í Ástund í gær og fjárfesti í reiðbuxum. Þessar fínu "skó" buxum með ekta leðri niður eftir skálminni. Já núna myndi efalaust einhver kalla mig hesta nörd!! Be there as it may!

Friday, July 08, 2005

The never ending vinna



Jamm er búinn að vera einn í kotinu síðan um helgi. Dagarnir frekar viðburðarlitlir hjá mér, mættur í vinnuna um 8 og að skríða heim upp úr sjö, svo andlega þreyttur að ég veit varla hvað ég heiti. Ef að ég sæi ekki fram á sumarfrí eftir helgi þá væri ég um það bil búinn að snappa núna!!! Maður á ekki að vinan yfirvinnu á sumrin það er bara þannig! En annars sumarfrí strax eftir helgi og allt klárt!!

Monday, July 04, 2005

Grasekkill að nýju



Jamm nú er Svanhildur farinn að vinna í veiðihúsinu fyrir vestan og með Ástþór með sér. Ég er því enn á ný orðinn grasekkill!! Verð nú alveg að viðurkenna að ég hefði alveg verið til í að verða bara eftir í sveitinni um stund, en þarf að klára pressumál hérna í vinnunni eins og vanalega!! Skruppum á hestbak í gær, ég og tengdapabbi, það var mikið gaman nema að við náðum í byrjunina á rokinu og rigningunni, en það herðir mann að fá smá storm í andlitið verður að segjast, ekki fær maður hann hérna fyrir framan tölvuna!!!
Annars stór dagur hjá mér í vinnunni, fékk skiljurnar mínar loksins úr yfirferð og teikningar stimplaðar og samþykktar!! Ótrúlega lukka með það, jafnast á við 1,5 glös af prósak myndi ég segja!!