Friday, October 29, 2004

Leikskóli



Jamm eins og ég greyndi frá í gær fengum við inni á leikskóla með litla manninn. Erum samt að hugsa um að bíða með það að skella honum inn þar sökum þess að það er annar og betri leikskóli í götunni okkar sem okkur þykir vert að bíða eftir. Það verður því bara dagmamman áfram. Jamm núna er föstudagur og er það vel, þó svo að maður komi til með að vinna um helgina þá er það samt mun rólegri tími vinnan um helgar heldur en á virkum. Svo getur maður líka mætt seinna og sofið smá, og ekki skemmir fyrir að fá sér kaldan öl fyrir svefninn. Neibb helgar eru indislegar og spurning um að stofna helgarvinafélag Íslands! Bíður sig einhver fram sem formann??

Thursday, October 28, 2004

Blogger



Jamm veit ekki hvað er í gangi hjá blogga vini mínum, ég kemst ekki inn nema á vorinn þessa dagana. Nær aldrei sambandi við þá blessaða strákana og þar af leiðandi næ ég ekki að eyða tíma í að rita einhverja vitleysu hérna. Jamm tókst þó núna. Þá er það hitt, hvað hefur maður að segja? Þegar allur tíminn fer í að vinna fram að mat og eta og koma syninum í ró er ekkert eftir nema sjónvarpsgláp og þegar Svanka er að græja ritgerðir fram á nætur og sonurinn hefur sofið illa undanfarnar nætur er þreytan að verða almenn og fréttnæmi í lífi manns í frostmarki. Þó fengum við bréf um að erfðaprinsinn væri kominn með leikskólapláss og er það vel, verið að kanna þetta allt saman. Annars þá skrapp ég í nudd um daginn á heilsu og spa nýbýlaveginum og djöfull er þetta magnað fyrirbæri. Jól og páskar og jafnvel partur af sumarfríi, eiturmagnað. Mæli eindregið með að allir drulli sér í nudd. Engin var það þó ljóskan sem nuddaði mann með stinnum sílikonbrjóstum heldur smávaxinn dökkhærður karlmaður!! Er það mínus??

Wednesday, October 27, 2004

Annir og appelsínur



Jamm nóg að gera núna, skrapp á eina fjóra fundi í gær og var í sress reddingum þess á milli, yndislegur dagur. Ástþór Örn enn lasinn þannig að dagarnir eru mikið púsluspil, ferðir fram og til baka og svo lendir þetta samt allt einvhernveginn á Svanhildi þannig að hún nær ekkert að græja sín verk. Þetta er nú ljóta ástandið. Ágætt að mamma og pabbi eru búinn að vera í bænum núna, sá gamli á spítala að jafna sig eftir lungnabólgu og svo var stungið á lungun til að hreinsa út úr þeim einhvern viðbjóð. Hann þarf að liggja í tvær vikur í viðbót við þá sem hann er búinn að liggja og snilldin er að núna er allt að verða fullt á sjúkrahúsum reykjavíkur þannig að það á að fljúga með hann norður. Þvílíkur sparnaður í kerfinu, í staðinn fyrir að hafa nógu margar deildir opnar þá er borgað undir sjúkrabíl út á völl, flug norður og bíl af vellinum þar á Fjórðungssjúkrahúsið. Þar að auki er borgað undir hjúkku með honum á leiðinni. Þvílíkt rugl þetta er og þar sem mamma fer náttúrulega norður líka þá er maður pössunarlaus að sinni!! Þetta er allt að stefna í eitt allsherjar rugl.

Monday, October 25, 2004

Ný vika



Jamm þá er kominn ein ný vika enn, aldrei skortur á þessum vikum, mættu reyndar byrja á miðvikudegi!! jamm Svanhildur var að skrifa ritgerð alla helgina þannig að við Ástþór Örn vorum eitthvað að spaug í staðinn. Fórum reyndar út að borða með veiðifélaginu í straumfjarðar á, eða eldhúshluta þess má segja. Skruppum á Einar Ben og lifðum þar í vellystingum í þó nokkura stund. Vorum kominn heim um miðnætti þar sem móðir mín var að passa og einnig við orðin alltof gömul til að vera lengur úti um helgar. Dagurinn eftir var alveg nógu slæmur þó svo að geymið hafi ekki varað lengur hjá okkur. Svo hóstaði Ástþór Örn í alla nótt þannig að ég var heima með hann í morgun og verð því í vinnunni þar til að ég skrepp í nudd. Jamm eiginkona mín elskuleg bauð mér í nudd í tilefni þess að við giftum okkur með pompi og pragt fyrir ári síðan í dag. Jamm svona er nú tíminn fljótur að líða!!!