Friday, May 14, 2004

Jamm þá er júróvísíón helgi framundan. Maður verður nú að kíkja á keppnina formsins vegna. Ég er annars steinhættur að hafa gaman að þessari keppni, kannski aðallega vegna þess að tónlistinn í henni er ömurleg. Það er ekki eitt lag undanfarinn 10 ár sem mig mundi langa til að eiga á disk!! Hvernig stendur á því að á 10 árum er ekki eitt lag sem er þokkalega hlustandi á, það er nær tölfræðilega ómögurlegt að þetta gerist en hefur gerst samt! Svo datt Tommi hommi út í forkeppninni þannig að við fáum ekki stig frá dönum í ár!!! Annars þá horfði ég á Ice age í gær og hafði af því mikið gaman, fín afþreying og ágæt pása eftir allt axjónið í Van Helsing.

Thursday, May 13, 2004

Jæja þá er það ljóst, danir eru úr leik í júróvisíon, spurning um að drífa sig inn á ekstrabladed og lesa um hremmingarnar sjá hvernig þeir ná að réttlæta það fyrir þjóðinni að lagið hafi í raun verið langbesta lagið en þetta hafi allt bara verið samsæri gegn þeim, hehe. Annars segir fátt af einum, er enn grasekkill en tengdapabbi kom í bæinn í gær og skelltum við okkur á Van Helsing, það var mikill hasar og svona á köflum fannst manni nóg komið af hasar, var í raun að verða full mikið af því góða. Ekki misskilja mig, ég er hrifinn af hasar og almennum fíflagangi en öllu skal í hóf stilla nema kannski Hófí.

Wednesday, May 12, 2004

Þá er fjölskyldan farin í sveitinna í sauðburðin. Ziggy er bara einn heima og í vinnunni á meðan. Fékk mér DVD mynd í gær og opnaði kaldan bjór og eitt tvö Whiskey glös og lá og horði á sjónvarpið og slappaði af. Vaknaði svo sjö í morgun, seinkaði klukkunni og mætti í vinnuna klukkan 9 í morgun. Það hefur ekki gerst í langan tíma að ég mæti svona seint. Ótrúlegt hvað það munar að sofa í straight heila nótt og vera ekkert að kíkja á hvort ekki sé allt í lagi hjá litlum manni sem sefur í rúmi við hliðina á manni!! Hlakka nú samt til að fá þennan mann aftur í rúmið atarna. Svo er stefnan að ég skreppi líka vestur um helgina, maður fer ekki að missa af sauðburðinum eitt árið enn!!!

Tuesday, May 11, 2004

Jæja við gerðum tilboð í íbúð í gær, í Álfheimum 42. Nettur húmor að Diddi bróðir átti íbúð í sama stigagangi þangað til 1998 að mig minnir og ég bjó í henni í eitt ár. Það komu einhver fjögur tilboð í íbúðina, en fólkið er ekki búið að finna sér aðra íbúð og þarf því rúman afhendingarfrest og við getum veitt það þannig að við erum að vona að við höfum smá "edge" fram yfir hina. En hver veit kanski gengur þetta kanski ekki, eina sem ég veit er að ég væri meira en til í að þurfa ekki að fara að leita og skoða aftur þetta er illa leiðinlegur fasi og tímafrekur. Skrapp í Lúxus í Smáranum í gær með tengdapabba að berja augun drepa Billmund 2. Það er skemmst frá því að segja að hún er bara snilld, í raun fannst mér hún mun betri en fyrri myndin og mæli ég sérstaklega með því að fólk drífi sig hið fyrsta í bíó og sjái gripinn.

Update (upp dagsetning):
Tilboðinu okkar var hafnað og einhver tussuböllur í útlöndum sem kemur ekki heim fyrr en 1. Des og er frændi þeirra í þokkabót fékk íbúðina. Mín spurning er sú, var það ekki ljóst að þessi frændi ætlaði að bjóða í þetta og mátti þá ekki sleppa þessu ferli öllu saman og selja mannfjandanum íbúðina beint!! Spurning um að fara niðureftir og skíta í stigagangin hjá þessu liði!!! (Eða ekki :-))

Monday, May 10, 2004

Þá er liðin ný vika og hún gæti orðið spennandi. Við fórum að skoða íbúð í gær og erum svo að fara á eftir að gera tilboð í hana. Væri mjög til í að það myndi ganga en það var fjöldi fólks að skoða hana í gær þannig að maður verður að vona. Svo sem plús að þau eru ekki búin að finna sér nýja íbúð þannig að afhendingarfrestur verður að vera rúmur og það er svo sem í lagi okkar vegna, ekki verið að henda okkur út strax :-) En ég væri sem fyrr segir mjög til í að þetta myndi ganga, þetta er frekar tímafrekur og leiðinlegur fasi að leita að íbúð þannig það væri bara fínt að þetta myndi klárast. Annars þá áttum við fína helgi, fóruj í grillboð til Viggu og Marteins í gær það var mjög gaman, fyrsta grill sumarsins hjá okkur, spurning um að fara að koma grillinu í Langagerði í gang. En nóg af blaðri í bili, blogger búinn að breyta öllu hjá sér, best að fara að kanna breytingarnar!!!