Friday, September 17, 2004

Föstudagur loksins



Já þá er kominn föstudagur loksins er búinn að bíða lengi eftir því. Þá er kanski smá séns að fá fleiri tíma en fáa í að vinna við að klára þessa blessuðu íbúð sína. Þetta er að verða hálf fáránlegt að hún sé ekki orðin klár enn. Stefnan var að flytja inn um helgina en þar sem Ástþór Örn veiktist í vikunni höfum við ekkert komist í að græja þarna síðan á þriðjudag og því verður ekki flutt inn um þessa helgi. Skrapp í Hagkaup í gær og keyti mér hinn fræga ameríska ís Ben & Jerry's, var reyndar drulludýr (740 kr fyrir um 400 ml) en djöfull var hann góður á bragðið. Reyndar sykur og kólestrol í hámarki í þessum ís og fita langt yfir mörkum en það má svona stundum! Ekki það að ég steig á vog hjá lækninum sem við fórum með Ástþór Örn til um daginn og sú sýndi 79 kg sem er svona c.a. 10kg meira en ég var fyrir um ári!!! Spurning um að fara að hreifa sig smá og hætta þessu ís áti. Ekki það að það gæti verið gaman að prófa að vera feitur um stund, og annrs neee held ekki. Ræktin það er!!

Thursday, September 16, 2004

Crazy Weather



Hvað er um það bil að gerast með þetta veður hérna!! Ekki mikið miðað við Ivan grimma en alveg nóg fyrir mig, öskutunnurnar á hliðinni í morgunn og allt klárt! Annars þá var ég lítið í vinnu í gær, ekki nema nokkra tíma þar sem ég þurfti að fara heim og verja tíma með veikum syni mínum. Fór heldur ekkert í kópavoginn og átti því "frídag" frá vinnu og framkvæmdum. En nýr dagur sömu áhyggjur og því verður bara mun meira að gera í kópavoginum í dag í staðinn. En í svona rigningu og roki er bara best að fara að fá sér ein kaffi!!!

Tuesday, September 14, 2004

Parketlistar



Jæja þá er maður farinn í það að festa upp parketlista. Keyptum nýja lista í gær þar sem þeir gömlu voru alveg búnir verður að segjast. Svo eru það líka gluggapússningar sem eru næstar á dagskrá, fékk fínar leiðbeingar frá munda um það hvernig ber að snúa sér í glugga lökkun þannig að lakkið verði ekki eitt pennslafar, verður gaman að sjá hvernig það heppnast. Altt á fullu í vinnunni núna þannig að maður hefur ekki tíma í að gera neytt þyrfti að eyða deginnum bæði í vinnu og íbúð en það gengur víst rólega upp. Ástþór Örn allur að koma til í aðlöguninni hjá dagmömmunni gekk fínt í gær og vonandi betur í dag! Annars þá er meistaradeildin að byrja í kvöld sem er hið albesta mál verð ég að segja!

Monday, September 13, 2004

Íbúðarmál



Jæja þá er búið að mála og pússa parket hjá okkur. Svanhildur ætlar reyndar að mála yfir tvo veggi hjá Ástþóri með smá lit til að lífga smá upp á það. Annars þá er næsta mál á dagskrá að kaupa parketlista og klára að pússa og spartsla gluggana og drífa á þá svolitlu lakki. Þarf því að vera duglegur í kvöld að ná listunum og klára að spartsla og pússa. Svo kemur rúmið okkar í dag þannig að þetta er allt á góðri siglingu. Annars þá er commentakerfið búið að vera niðri um helgina veit ekki hvaða spaug það var en er komið inn aftur núna. Áttum ágætishelgi, skiptumst á málningarvöktum í kópavoginum þar sem Ástþór Örn var lasinn um helgina (með nefkvef og hósta) en hann er nú allur að braggast. En aftur í vinnu núna!!