Friday, March 19, 2004

Þá er hann runninn upp föstudagurinn. Stefnan er að skella sér í sveitasæluna í dag, það er keira út á Snæfellsnes og verja helginni þar. Það þykir mér verða hið albesta mál verð ég að segja, albesta. Hefði svo sem ekkert veitt af því að vinna smá um helgina þannig að það er fínt að fara út á land þannig að það sé ekki valkostur! Veitir heldur ekkert af því að taka mér hlegarfrí. Það er stórlega vanmetið að eiga frí, undir staða allrar vinnu eru góð frí það er bara þannig. Óþreyttur starfsmaður er mun betri en þreyttur sérstaklega ef hann er andlega þreyttur, og þar koma helgarnar sterkar inn. Því skal varast helgarvinnu og annað bull eins og heitan eldinn. Því mætti bæta við ellefta boðorðinu: Þér skuluð eygi um helgi vinna! Líst vel á það!


Thursday, March 18, 2004

Vaknaði í morgunn og það var skít kalt í herberginu okkar, veit ekki hvað það er með kulda í svefnherbergjum en það er nánast vonlaust að fara undan sæng í svoleiðis herbergjum. Þurfti að beita mikklu meiri viljastyrk en ég hef yfir að ráða til að komast fram úr rúminu!!! Tókst samt. Skrapp í gönguferð með fjölskyldunni niður laugarveginn í gær eftir vinnu, fínt að nýta aðeins góða veðrið í smá hreyfingu, ekki eins og að maður fái neitt af slíku í vinnunni. Ljóta bullið að vera að velja sér vinnu sem fer fram fyrir framan tölvu, það kann ekki góðri lukku að stýra. En er það einhver þarna úti sem kann lukku að stýra, góðri eða slæmri?? Ef svo er endilega takið mig í ökutíma :-)


Wednesday, March 17, 2004

Dagur miðara viku og enn sól og sumarm hvað vill maður hafa það betra (nema helgi og sól og sumar). Fékk nýtt skrifborð í vinnunni í gær, voða fína vinnustöð, orðið allt annað vinnuumhverfi. Eini gallinn er sá að gamla skrifborðið var úr massívu tré með áföstum skúffum og þurfi það að fara upp á fjórðu hæð. Gabbaði vinnufélagana til að koma og hjálpa mér að bera það upp, það tókst þó að maður væri gersamlega með kúkinn í gatinu við það. En svo þurfi að sækja nýja borðið niður á aðra hæð (ég er á þeirri þriðju) og var það þræl þungt líka. Því verður að segjast að skrifstofu þrællinn sem ekki hreifir sig mikið er bara með strengi í dag og ekki lítið af þeim. En það er ágætt tilbreiting frá þessu fjárans hreifingarleysi. Skrapp svo í hádeginu í gær með Vidda og Torfa á Trocadero í hádegishlaðborð, það var bara alveg ágætt hjá þeim strákunum hlaðborðið, gaman að hitta Vidda og Torfa líka í góðu tómi.


Tuesday, March 16, 2004

Jæja vikan byrjuð að malla og styttist þar af leiðandi óðfluga í helgina. Flugurnar eru reyndar að byrja að kvikna þannig að sennilega er einhver óð fluga þarna úti sem að styttist í helgina hver veit ekki ég. Var að fá svona yfirlist lista yfir verkefni tengd Hellisheiðar virkju og mér sýnist nú í fljótu bragði að það verði nóg að gera næsta árið og gott betur en það og upp úr apríl fer allt á fullt. Annars þá gerði ég góðverkið mitt á sunnudaginn. Fann GSM síma fyrir utan Kolaportið (á planinu við Bæjarins bestu) en þar lá síminn í gangi og alles og bakið var dottið af honum þannig að miði með pin númerinu var dottinn út (ekki mjög gáfulegt að geyma pin númer á símanum!!). Ég náttúrulega tékkaði hvert viðkomandi væri að hringja og eina númerið sem hringt hafði verið í var til Dau. Ákvað ég því að fara bara með síman á löggustöðina þar sem ekki væri víst að Dau talaði íslensku! Þegar ég var svo að keira upp Hverfisgötuna hringi Dau og talaði íslensku og alles. Þetta voru sem sé tvær ungar stúlkur um 16 ára eða svo með móður annarrar eða beggja í símaleit. Mikil gleði greyp um sig hjá stúlkukindinni þegar hún fékk aftur síman í hendurnar fyrir utan löggustöðina við Hlemm. Góðverk vikunnar sem sé afgreitt!


Monday, March 15, 2004

Þá er enn einni helginni lokið og eins og venjulega mætti hún vera fimm dögum lengri. Var hin fínasta helgi hjá okkur, farið út á róló með Ástþór og mamma og pabbi litu inn, svo og Þórdís systir. Skrapp með pabba í Kolaprotið á sunnudag, þangað hef ég ekki komið í mörg ár
gaman að kíkja á íslenska markaðsstemmingu maður kynntist þessu vel í Danmörku, alltaf einhverjir antik markaðir þar í gangi. Verður nú að játast þó að þeir eru mun flottari en þessir markaðir hérna heima!!!! Svo fór boltin mjög vel um helgina, öll vondu liðinn töpuðu. Annars þá keypti ég mér nýjan GSM síma á föstudaginn og er búinn að vera að leika mér með hann um helgina, voða fínn minigolf leikur í honum :-) Annars er þetta hið besta tól (má líka vera það fyrir þann pening sem hann kostaði) af Sony Ericsson gerð Z600 svo kallaður skeljasími(opnast í miðju). Myndavél og allur pakkinn fylgir þannig er það alltaf gaman að fá ný tæki!!! Svo elduðum við okkur hreindýra steik í gær, ég er enn brosandi eftir að hafa snætt þann dýrindismat.