Friday, October 01, 2004

Allt klárt!



Jamm þá eru myndirnar komnar í trönsun og útboðslýsing í pdf form og allt að verða klárt. Var eina 13 tíma í vinnunni í gær, ágætt að ná smá yfirvinnu en andlega þreytan er gífurleg eftir svona leiðinda daga. Ástþór Örn hefur staðið sig eins og hetja fyrstu tvo dagana í nýju herbergi, rétt aðeins rumskaði um 12 í gær og svo rétt fyrir sjö í morgun, ekki hægt að kvarta undan því. En núna er best að mylja sig á fund og sitja á rassgatinu og hlusta og sötra kaffi í einn tíma eða svo!!!

Thursday, September 30, 2004

Klukkan 18



Þá er klukkan orðin sex og Ziggy enn í vinnunni og ekkert alveg á leiðinni heim að svo stöddu. Þarf að senda útboð frá mér í fyrramálið og draslið þarf að vera klárt í fyrramálið svo núna er bara að bíta í skjaldarendur og klára þennan fjára! Búinn að vera mikill ys og þys dagur hjá mér, ekki stuð það, en það mun allt verða gúddí þegar ég kemmst heim þar sem ég á alveg ógeðslega kaldan bjór í ísskápnum mínum. Skál fyrir því!

Wednesday, September 29, 2004

Dagur miðrar viku!



Já vikan mallar áfram og er það bæði gott og slæmt. Gott því þá styttist í helgina, slæmt ég á eftir að gera svo margt fyrir föstudaginn að það er ekki finndið! Annars þá kom frumburðurinn heim í gær og dvaldi í framtíðar heimkynnum sínum og leist nú bara þokkalega á sýndist mér. Svaf svo einn í sínu herbergi í fyrsta skipti í nótt, hefur annars sofið inni hjá okkur. Vaknaði nú bara nokkru sinnum og var ekkert svo ómögulegur, kemur sennilega bakslag í það á næstu dögum þegar að hann fattar að hann er farinn að sofa einn í herbergi!! Settum upp hillu í herberginu hans og nokkrar myndir þannig að það er farið að taka á sig nokkuð endanlegt form. Það er aðallega að verða eftir ljós og gluggatjöld. En hvað er með IKEA er innkaupastjórinn þeirra þroskaheft fífl?? Var einar þrjá hillur sem við erum búinn að reyna að kaupa, engin til og allt að 6 vika bið í þær, allar gardínur sem við höfum reynt að kaupa þar hafa ekki verið til og margar vikur í þær flestar, ljós sem við ætluðum að kaupa.....!!! Ekki til heldur og eitthvað fleira dót líka. Er ekki hlutverk innkaupastjóra að fylgjast með vörustreymi og vera búinn að kaupa inn áður en allt er orðið uppselt!!! Þessi manneskja er ekki að vinna vinnuna sína rétt það er bara þannig, spurning um að sparka í hana!!!!

Tuesday, September 28, 2004

Dagur þrjú, kæri jóli!



Þá eru næturnar orðnar þrjár í nýja húsinu og allt í góðu enn fyrir utan þetta heimabíó grín á sunnudagskvöld! Nokkrar myndir komnar upp og fleira dót inn í skápa og skúffur og hillupláss minnkar ört í geymslu vorri. Ástþór Örn kemur svo heim á eftir, fúlt að missa af viðbrögðum pilts þegar hann sér þetta nýja heimili sitt komið með húsgögn og þesslags. En núna svona hvað úr hverju mætti fara að slakna á framkvæmda gleðinni hjá manni og maður ætti að fara að tappa smá orku inn á batteríin sem eru löngu orðin þurausin, t.d. setjast niður á miðvikudag og horfa á svo sem einn leik í meistaradeildinni, það ætti að vera allra meina bót!!!

Monday, September 27, 2004

Stoltur steypueigandi



Jæja við búin að gista tvær nætur í nýju eigninni og líkar bara ljómandi við lífið þarna. Komumst reyndar að því í gær að fólkið á hæðinni fyrir ofan okkur er með heimabíókerfi í svefnherberginu og um korter yfir tólf labbaði Svanhildur upp og benti á að þau væru að æra okkur!! Eitthvað sem verður efalaust rætt síðar en þau lækkuðu og þá var þetta ekkert mál höfðu ekki áttað sig á háfaðanum sem þó glumdi um allan stigagang. Lambið úr Dalnum var náttúrulega snilld, þvílíkt meirt og yndislegt eins og lambalæra er von og vísa. Það besta er samt að sjónvarpið er þvílíkt skýrt hérna, t.d. er skjár einn ekki lengur svarthvítur og flöktandi eins og í langagerði, auðveldar fótboltaáhorf tölvert. En eins og sönnum karlmanni sæmir þá miða ég innflutningstímann við það þegar sjónvarpið fór í gang!!!