Saturday, January 07, 2006

Helgin langa



Já það vill svo vel til að ég var í fríi á fimmtudag og föstudag og var því komin með lengra frí en jólin töldu!! Ástæða þess er að ég fór í nefaðgerð á fimmtudagsmorgunn og er að jafna mig í rólegheitunum. Svæfing og allur pakkinn og allt klárt. Mjög gaman að sofa heila nótt með grysjur í nefinu að fingralengd og þurfa að anda með munninum alla nóttina. Það er ekki fjör að vakna 20 sinnum á næturnar gersamlega skrælnaður niður í rassgat. En núna er búið að fjarlægja grysjurnar og allt horfir til betri vegar. Eins og venjulega er kleppur að gera í vinnuni og því ágætt að kúpla sig aðeins út úr því. Áramótin voru fín, hreindýr á boðstólnum og allt klárt. Það verður seint ofmetið að eta góðan mat. Svo fara dagarnir bara í bókalestur og vinnu, allt frekar mikið á rólegri nótunum hjá mér um þessar mundir!!