Tuesday, December 30, 2003

Þá er það síðari vinnudagurinn í þessu milli fría ástandi. Ég var svo ótrúlega sniðugur í gær að mæta klukkan sjö og vinna til sex í gær þannig að þar sem ég mætti klukkan sjö í morgun þá þarf ég bara að vinna til tólf í dag. Stefnan er svo tekin á það að bruna vestur á land eftir vinnu hjá mér, það verður þó að fara eftri vindi og veðrum hvort lagt verður í hann. Maður er ekki alveg til í að fara í vetraferðalag á lítilli Toyotu með barn í bíl. Magnað hvað það snjóaði í gær, þegar ég mætti í vinnuna var ekki korn á jörðu og ég lagði bílnum uppi við vegg, við hliðina á gám og um hádegi var hann fenntur inni, var í smá tíma að losa hann og koma honum á meira bersvæði. Svona á þetta að vera, smá snjór og björgunarsveitir úti um allan bæ að hjálpa fólki sem ætti að vera í strætu á svona dögum. Fín auglýsing fyrir björgunarsveitirnar svona rétt fyrir flugeldasöluna, gat ekki komið á betri tíma.


Monday, December 29, 2003

Jæja þá er jólafríið sem slíkt búið. Ekki það að það er bara tveggja daga vinna og þá er komið næsta fimm daga frí, þar sem ég ætla að taka mér frí á föstudaginn 2. jan til að lengja þá frítörn aðeins. Verð nú að segja eins og er að ég er enganveginn að nenna að vera í vinnunni í dag, en það var kanski viðbúið eftir svona frí. Var samt mættur laust upp úr sjö í morgun, tölvert afrek þar sem ég svaf til 10:30 í gær og var því um tölverða sveiflu á svöfntíma að ræða. Annars hafa jólin verið hin bestu, mikil rólegheit á mínun bæ og mikið af góðum mat borðað. Skruppum í jólaboð til Didda bróður í fyrradag, Þórdís systir mætti líka þar með sitt lið, það var hin besta kvöldskemmtun og á Hann Diddi þakkir skidar fyrir það. En núna er best að fara að halda áfram að vinna. Til ykkar sem liggja sofandi heima núna: Grrrrrrrrrrrrrrrrr!!