Friday, October 17, 2003

Þá er það föstudagur enn á ný sem er vel þar sem það þíðir að inngangur helgarinnar er hafinn. Látum oss líða vel og lífsinsraunir líða hjá í sælu helgarinnar. Bert er brókarlaust baran (enn ekki hvað). Spurningin er samt sú er barnið albert eða hálf bert??? Er maður ber ef maður er í buxum en engu að ofan??? Hví er maður ber ef maður er í peysu og engum buxum??? Er ekki verið að mismuna klæðnaði. Þetta þykir mér grófur yfirgangur og verðugt málefni fyrir jafnréttisnefnd ef þið spyrjið mig! Er kona ber ef hún er ber að ofan??? Af hverju eru þær ekki meira berar að ofan. Vísindalega sannað að karlmenn sem stara á brjóst 30mín á dag draga verulega úr hættum á hjartasjúkdómum!!!! How about those apples??? Blóðflæði eykst og andlegt heilbrigði í leiðinni. En hvað eiga konur að stara á til að auka blóðflæði??? Verslunarglugga??? Veit ekki það er mín ágiskun! Hvað haldið þig??

Sá er sæll
er sjálfur um á
lof og vit meðan lifir.
Því að ill ráð
hefir maður oft þegið
annars brjóstum úr.

Svo mæltu þeir strákarnir úr Hávamálum, vei þeim.


Wednesday, October 15, 2003

Vikan hálfnuð frábært. þýðir í raun að ekki nema annar helmingur hennar er eftir (fyrir þá sem vita ekki hvað hálfnað er). Ekki margt markvert borið á daga mína þessa vikuna, þó hefur verið mikið að gera. Höfum ekki verið með barnapössun þessa vikuna og því er ég að skjótst úr vinnu og fara aftur eftir að pössun lýkur. Svanhildur farið minna í skólann en hún ætti sökum þess, en svona er þetta, tóm sæla :-) Ástþór Örn eitthvað að vakan í nótt og skríða um í rúminu sínu, ekki mjög gaman þannig að ég er gjörsamlega að sofna fyrir farman tölvunna hérna. Held að ég fari og leggi mig smá fram á lyklaborðið.