Friday, August 26, 2005



Jamm týndi einum bíl í dag, ekki ruslið í því!! Gamall Colt sem við Björn Böðvarsson hræddum líftóruna úr forðum, dúkkaði upp á skatta skýrslu hjá mér fyrir 2-3 árum síðan!! Bílinn í steik og "týndur" og því fór ég í dag niður á umferðarstofu og skráði hann týndan (sem hann er) og ætti ég því að hætta að þurfa að borga af honum bifreiðargjöld og skatta bull!!! Meira aumingja kerfið, ef menn ætla að afskrá bíla, verður að farga þeim!! Verður gaman að vera bílasafnari eftir 20 ár, engir gamlir bílar til nema þeir sem "finnast" aftur!!

Aumingjar!

Thursday, August 25, 2005

Spurning dagsins!



Í dag er það spurning:

Ef karlmaður er standandi í miðjum skóg talandi og það er engin kvenmaður í grenndinni til að heyra í honum? Hefur hann samt rangt fyrir sér?

Wednesday, August 24, 2005

Fífl!



Stundum eru fyndnar fréttir á MBL.is en þessi er alveg óvenjulega klaufaleg:

Á síðasta ári hófst samstarf Sony og Samsung að framleiða saman LCD-skjái í stærstu heims af þessari gerð. Er búist er við að í henni verði hægt að framleiða um 600.000 32 tommu kristalsskjái í hverjum mánuði.

Fífl!!

Monday, August 22, 2005

Glaumur og ógleði



Jamm ar að vinna á laugardag og er það ekki vel. Fór vestur á nes á sunnudag og var það hinsvega vel! Kom í bæinn í morgunn og beint í vinnu og sit hér enn og verð sennilega fram á nóttina í þessu gríni hérna!!! Maður verður samt að skjótast heim og skella Lost á upptöku annað er nú ekki tækt. Svo eru þau gömlu í bænum á útleið og Diddi ætlaði að vera með mat í kvöld, ætla að skjóta aðeins inn nefinu, manni veitir ekkert af smá breather í þessu!! Stjórnaði fundi í dag, með verktökum og undirverktökum og gekk það bara vel, alltaf verið fulltrúar OR á þessum fundum sem hafa stjórnað þeim, en þetta var gaman. En núna spurning um að skella nokkrum götum inn á teikningar!!!