Friday, April 30, 2004

Heiru þá er það fös frábært alveg frábært, jíbbí kóla og alles. Verð reyndar fastur í vinnunni fram til 5 þar sem að ég er að fara á námskeið á Hótel Sögu. En það er allt í góðu. Var á verk fundi í gær þar sem við vorum beðin um að auka yfirvinnuna, findið þar sem ég er með yfir 30 tíma á mánuði að þurfa að auka yfirvinnuna, en það er svo sem ekkert mál, ég vinn nánast ekki mikið um helgar, nokkra tíma endrum og sinnum þannig að það er lítið mál að vinna smá meir, ég tala nú ekki um ef maður fer og kaupir sér formaða steypu. Verð samt að segja að ég hlakka mjög til að komast í helgarfrí þó svo að ég muni sennilega vinna eitthvað um helgina. Það liggur alveg ótrúlega mikið fyrir í vinnunni þannig að það verður enginn sérstakur slaki hjá manni í fyrirsjáanlegri framtíð en það er jú mun betra en að hafa ekki kúk að gera það er mann skemmandi fjári. Svo er Ziggy voða mikið að glamra á gítarinn sinn fína, búinn að læra full af gripum og skiftingarnar eru komnar niður fyrir tvær sekúndur. Hef reyndar ekki fundið tilfinningar í fingurgómum vinstri handar í tölverðan tíma en það er allt part af programmet. Ég myndi segja að eftir svona ár þá muni ég ekki verða glataður gítarleikari, alls ekki góður en ekki glataður. Það er stefna míni í lífinu um þessar mundir!!!

Thursday, April 29, 2004

Þá er farið að líða allverulega á seinni hluta vikunnar og er það hið albesta mál. Í raun væri best ef að vikan myndi byrja á seinni hluta vikunnar það væri magnað. Var að baksast við að fara í greiðslumat í gær, en það er alltaf eins með allar stofnanir að það vantar alltaf einhver gögn. Var með afrit af skattaskýrslu en þá þurfti stimplað afrit frá skattstjóra, bla bla bla. Vantaði líka staðfestingu frá lín að Svanhildur væri á lánum! Hvernig stendur á því að banki getur ekki komist að því!!! Fyrir hvað er maður að borga þeim þessi fullt af þúsundum fyrir þetta greiðslumat!!!! Þetta er frekar slappt verður að segjast. Svo hélt ég í einfeldni minni að ég gæti bara mætt með mín gögn og fengið mat og séð þannig hvað ég gæti keypt dýrt, en maður þarf helst að segja hvað maður ætlar að kaupa dýrt og matið snýst svo um það að koma því í gegn. Get fengið lán hjá lífeyrissjóði verkfræðinga upp á 3,8 mills á 3,5% vöxtum og ætla að taka það reikna ég með en með því láni og 90% láni þar að auki gæti ég látið meta mig á eina 17 millur sem er náttúrulega algert bull og vitleysa. Þessi möt eru hönnuð til þess að fólk yfirskjóti á mati sínu á kaupgetu og rúlli á rassgatið með allt saman. Ætla ekki að falla í þá gryfju no way hósei!

Wednesday, April 28, 2004

Jæja þá mallar vikan áfram og það er ekkert að því. Satt best að segja hef ég bara alls ekki nennt að vera í vinnuni þessa vikuna, verið í miklu leti stuði, mun skemmtilegra að vera bara heima og glamra á gítarinn minn. Ég er farinn að taka smá framförum, G-C-D-A-E gripinn farinn að hljóma nokkuð skært og skiftingar á milli þeirra komnar niður fyrir tvær sekúndur. Er reyndar temmilega aumur í fingrunum í dag eftir glamur gærdagsins. Þær mæðgurnar voru búnar að baka köku eða tvær og amma Svanhildar og föðursystir hennar kíktu í smá kaffi í gær í tilefni afmælis hennar. Það var mjög gaman að fá smá köku og hitt fólk, líka það að ég mætti seit og hætti snemma í vinnuni í gær, það er í raun til eftirbreytni. Svo lét ég gabba mig á námskeið á föstudaginn á Hótel Sögu um vernd og viðhald eigna, það er, farið verður í yfirborðsmeðhöndlun, tæringarvarnir, málingu og fleira frábærlega spennandi :-) Ekki það að ég fæ þarna þrjá tíma í yfirvinnu við að sitja og hlusta, fátt er svo með öllu íllt að það sé alveg afleitt þótt að margt fari nærri því.

Tuesday, April 27, 2004

Þá er það dagur þriðju. En í dag á hún Svanhildur mín afmæli, hún er því ekki lengur þremur árum yngri en ég heldur tveimur. Því spyr ég, er ég þá ekki lengur gifur yngri konu??? Hver eru mörkin og afhverju??? Verður nú ekki mikið tilstand á okkar heimili í dag Ástþór Örn búinn að hósta í alla nótt og restin með hálsbólgu skít. Þær mæðgurnar voru nú samt að taka til í kotinu, hafa það huggulegt á afmælisdaginn. Ég mætti seit í morgun, ekki fyrr en rétt fyrir níu til að geta fært Svönku pakkana í rúmið og svo hættir maður líka snemma í dag þannig að maður vinnur upp tapaða tíma á morgunn, hlakka íkt til þess. Það er nefnilega ótrúlega gaman að vinna yfirvinnu, fá að hanga í vinnunni útúrþreyttur og vitlaus og hugsa á yfirsnúningi í stað þess að slappa af heima!!!! Meira ruglið þessi fjárans yfirvinna, ég er ekki alveg að fíla hana, en hún gefur smá aur!! Svo skellti strákurinn sér á sumardekkinn áðan, ekki seinna vænna sumarið löngu komið. Keypti mér fín Michellin dekk í haust og er búinn að keira á þeim í allan vetur og oftar en ekki á þurru malbiki og það er ekki einn nagli farinn úr þeim, eru eins og ný eftir veturinn. Það er eitthvað annað en þegar ég keypti mér dekki í Hjólbarðahöllinni, man ekki hvort það var Kúmó eða Hankokk, eitthvað svoleiðis en ég ætlaði að láta negla þau upp næsta haust þar sem flestir naglarnir voru farnir, en þá voru dekkin það eydd að það var ekki hægt að negla þau upp. Sem sé árs ending á vetrardekkjum, illa dapurt. Þarna lærði maður að vera ekki að spara í þessum efnum kaupa bara alvöru hluti, það er nefnilega oft ódýrara þegar upp er staðið!!!

Monday, April 26, 2004

Ný vika sömu áskoranir eða eitthvað á þá leðina. Áttum helgi heimavið fjölskyldan, Ástþór Örn með smá nefkvef og hósta og því ákveðið að halda honum innanhúss um helgina. Hann er búinn að vera hálfómögulegur greyið svona hálf lasinn, sofið lítið og komið okkur á lappir fyrir allar aldir. Nú er það spurning um svart karton fyrir gluggana, hægja aðeins uppferðartímann. Annars þá fór ég og keypti gítar um helgina, þenna fína Seagull gítaruppi í tónamiðstöðinni. Keypti líka harða tösku svo að Ástþór Örn muni ekki stúta honum á núll níu. Hann er mjög spenntur fyrir gítarnum og sennilega fæ ég ekki betri áheyranda kunnandi ekki meira á gítar en raun ber vitni :-)
Núna er sem sé verið að reyna að glamra aðeins til að fá smá sigg á fingurnar, strengirnir ganga full auðveldlega inn í fingurnar á mér, það er svona þegar maður beitir puttunum bara á lyklaborð þá fær maður bölvaða forhúð á fingurnar og hún er afleit til gítariðkunar. Hitt vandamálið er að ég kann um það bil núll á gítar þannig að það er langur vegur í það að ég geti farið að spila sjálfum mér til ánægju og enn lengra þar til ég get spilað öðrum til ánægju.
Að öðru, Arsenal er orðin enskur meistari og enn mánuður eftir af tímabilinu, hvað segir það mönnum :-)