Sunday, October 09, 2005

Helgi heitanna rólegu!



Já rólegheita helgi hérna meginn! Árshátíð hjá Snasa sem er veiðifélag Straumfjarðarár á Einari Ben á föstudagskvöld. Það var hin besta skemmtun, matur etin og vín drukkin! vorum svo bara í rólegheitum heima á laugardag og er það vel, komin í háttinn klukkan 10 á laugardagskvöld og allt klárt, ja öðruvísi mér áður brá verður að segjast!! Afmæli í dag hjá Degi Elís litla frænda mínum Þorgerðar og Gilla sonar. Þar var móður ættleggurinn að norðan mættur, gaman að rekast á þau. Svo var það matarboð hjá tengdaforeldrunum með Vigdísi og Marteini og Ásu og Kiddý úr Eyjunum. Þessi fíni tandorí kjúklinur og svo bakaði Svanka franska súkkulaðiköku! Algott verður að segjast, engin vinna og mikið át og drykkja!! Hvað vill maður hafa það betra!