Thursday, May 01, 2003

Þá er það fyrsti maí, verkalíðsdagurinn mikli og afmæli Baldur á Hóli ekki síður merkilegur dagur fyrir þær sakir. Skrambi fínt, nánast enginn í byggingunni minni uppí skóla þannig að róin er alger fyrir utan að ég er að hlusta á einhverja graðhesta tónlist. Það er talið æskilega að hlýða á slíkt þegar maður er að vinna á tölvur. Fékk þennan fína USB minnis penna frá Svönku í afmælisgjöf. 128 eru þau megabætinn sem hann hefur að geyma og er það vel. Núna þarf maður ekki að vera að standa í að uploada gögnunum sínum inn í einhverja möppu á heimasvæðinu sínu í gegnum FTP heldu treður bara pennanum í USB portið. Er ekki tilverann dásamleg! Svo kemur hún Gurly hjúkka og vegur og metur piltinn minn á eftir og færir skilmerkilega til bókar, varður gaman að sjá hvað hann hefur bætt á sig, orðinn frekar mannalegur.


Wednesday, April 30, 2003

Sestur við skrifinn á nýjan leik. Samt er þetta faktísk alveg sami leikurinn og ég hvarf frá fyrir tveimur og hálfri viku og veit ég því ekki hvað ég er að þvaðra um að setjast á nýja leik. Hér er bara komið sumar takk fyrir og góðan daginn. Maður bregður sér af bæ í örskotastund og það kemur bara sumar á meðan. Svona mætti þetta alltaf vera, maður fari út og það komi sumar. Aldrei nóg af sumri. Núna er bara sól og suðandi englar úti eins langt og auðað eygir. (Auga eygir en eyra heirir! Af hverju eyrir ekki eyrað? Veit einhver það??). En eins og Santana sagði þegar að hann fékk strákana í Everlast göllunum til liðs við sig " hey now puts your lights on". Ekki það að það komi þessu máli nokkurn skapaðan hlut við, en frasinn stendur alltaf fyrir sýnu í samhengi eður ey.


Tuesday, April 29, 2003

Þá er maður kominn aftur til danaveldis. (Back to the Danaveldi) næstum eins og Michale J Fox um árið en ekki alveg samt. Hann fékk jú að nota mjög svalan handsmíðaðan breskan sportbíl (Delorian DMC-12) framleiddan í fáum eintökum en ég fór í staðinn með Iceland express. Magnað helvíti með Íslendinga við blótum flugleiðum í sand og ösku og réttilega svo þetta eru aumingjar par excelence sem hafa kúgað okkur á flugmarkaðinum svo áratugum skiptir. Svo reyna önnur flugfélög að koma inn á markaðinn með þeim afleiðingum að verð á ákveðnum flugleiðum lækkar. Jú menn eru tilbúnir að fljúga með lággjalds flugfélögunum, sé verðið undir því verði sem vondikallinn er að bjóða í það og það skiptið. Það sama er byrjað nú, ef menn fá ekki lægsta fargjald hjá Iceland express fara menn með flugleiðum. Hvað þýðir það, jú að Express hættir að fljúga og flugleiðir hækka sig upp úr öllu valdi til að vinna upp það tap sem þeir urðu fyrir í samkeppninni. Athuga skal að flugleiðir lækkuðu verðið bara á þeim flugleiðum sem Iceland Express er að fljúga á. Með öðrum orðum Íslendingar eru Helv. hórur sem velja frekar að fá rjómabollu en rúnstykki þó svo að þeir viti að þeir munu fá eitthvað langt og svert upp í óæðri endann að áti loknu. Svei segi ég, Svei.
Annars er allt fínt að frétta, gaman að fara heim og hitta liðið, endalausar kökur og fínt alveg eins og það á að vera, enda áttum við Svanhildur bæði afmæli í ferðinni. Lifið heil (þegar ég segi heil þá er ég náttúrulega að meina, reynið ekki að lifa án ennis eða maga eða einhvers lífsnauðsynlegs líffæris)