Friday, November 14, 2003

Þá er hann runninn upp, föstudagurinn. Loksins. Er enn að drepast úr kvefi, spýtandi hor og viðbjóði við hvert tækifæri, mikið fjör eða þannig. Fór í lyftingar í gær í sjúkraþjálfuninni og er einn strengur í dag. Fór í alveg snildar matarboð í gær hjá Vigdísi föðursystur Svanhildar. Vorum að kíkja á nýju íbúðina þeirra Marteins og Vigdísar og fengum þetta fína kálvakjöt í leiðinni og svaka köku á eftir. Ég er persónulega mjög hlynntur fólki sem bíður mér í mat, mætti vera meira af því :-) Magnað annars, það er nær ómögulegt að fá kálfakjöt í R-vík findinn fjári það. Sá líka á teypi okkur Ágúst Torfa taka lagið í brúðkaupinu mínu um daginn gaman að því.


Thursday, November 13, 2003

Heirðu það er fimmtudagur. Helgin í nánd og allir kátir. Fór í jóga í gær og andstætt því sem Torfi heldur er þetta ekki stílað inn á 45 ára húsmæður. Mestmegnis fólk á milli 25-35 ára. Þetta var bara helvíti fínt hjá kallinum, kenna öndunaræfingar og slökun og þessháttar. Hlakka til að fara í næsta tíma sem er á mánudag. Fór svo að lyfta í sjúkraþjálfuninni í dag og er frekar þreyttur í vöðvunum. Það er svo merkilegt með það að maður styrkist alveg ótrúlega lítið við það að pikka á lyklaborð. Ég sem hélt að það væri allra meina bót.


Wednesday, November 12, 2003

Miðvikudagur runninn upp og er það vel. Styttist óðum í helgina. Ég er hérna enn hálf slappur af kvefi og aumingjaskap, væri alveg til í að vera heima að ná þessu úr mér. Svo er ég að fara í slökunar jóga í kvöld það verður efalaust mjög fínt, maður verður að læra að slappa af, aldrei kunnað þá list þó að ég sé vel liðtækur í sófahangsi :-) Fáránlega dimmt allan daginn núna, helvítis skammdegi að hellast yfir landann, meira ógeðið það. Þetta er í raun sáraeinfallt: Þegar er dimmt á maður að sofa!


Tuesday, November 11, 2003

Mættur í vinnuna á þriðjudegi. Var veikur heima í gær og ætti að vera veikur heima í dag, veit ekki hvað ég er að asnast í vinnunna. Var lasinn um helgina, ekki mikið stuð á mínu heimili, allir hálf lasnir þar. Ástþór enn með mikla hálsbólgu og voða lítill í sér þannig að maður þarf að vera að böðlast með hann allan daginn. Ekki gaman að berjast við barn þegar maður er lasinn og vill vera að slappa af, en svona er þetta. Keypti búr handa honum um daginn og það er ágætt að hann hefur mjög gaman af því að sitja í búrinu, dundar vel þar. En að öðrum og alvarlegri málum!!! Á einhver jöfnu fyrir hraðaprófílu hring um úttaksstút á cylender í fórum sínum???? Ef svo er væri fínt að viðkomandi myndi senda mér hana áður en hann fer í geðransókn!