Friday, September 19, 2003

Þá er fös orðinn áliðinn og ég farinn að hugsa mér til hreyfingar. Nenni ekki að vinna meira í dag og er því á heimleið. Hvað varðu um föstudagur = fyllerí......!!!! Ég held að ég sé orðinn gamall ekki spurning um það. Þurfum að klára að koma okkur fyrir um helgina koma síðasta draslinu fyrir, mikið fjör. Svo þarf að rúnta á nýja bílnum okkar. Glæný Corolla 1600 hatchback á planinu heima. Bíts strætó skal ég segja ykkur. (reiðhjólið mitt kom þó sterkt inn). Ástþór sjö mánaða í dag :-) tíminn flýgur ekki spurning um það.

Tuesday, September 16, 2003

Ég er að farast úr leiðindum á þessu ritaða augnabliki. Er bara að bíða eftir því að fara heim. Er eiginlega bara að finna mér eitthvað til dundurs, vantar eitthvað beint verkefni, þ.e. einhvern til að segja mér "gerðu þetta" nenni ekki að vera að finna eitthvað til dundurs sjálfur. Fékk mér nýjan tölvuskjá heim, 19" CTX með flötum skjá svaka græja. Þurfti að kaupa skjá þar sem sá gamli eyðilagðist enda pís of shit sá skjár. Sá nýji er draumur í dollu engin spurning um það. Svo erum við að fá okkur bíl á rekstrarleigu, nýja 1600 Corollu taumlaus gleði, fæ vaginn um þrjú á morgunn þannig að nú getur maður farið að freðast um frjáls ferða. Strætó er ekki að gera sig. Er að klofna úr vöðvabólgu og þá er það besta að sitja allan daginn við tölvuna, ekki spurning um það. Keypti reyndar sundkort um daginn og núna getur maður farið að fara í sund fyrst bíll er að koma í hús :-)