Tuesday, October 18, 2005

Margt býr í þokunni



Já mættur snemma upp á heiði í dag, rólegheit hérna megin og er það vel. Hinsvegar er þoka helvítis hérna uppfrá í dag. Fór upp á fjall, nánartiltekið upp að efri skiljustöð og á hellisskarðsveginum sá maður ekki hvort að það var að koma bíll eður ei. Þegar maður kom upp skarðið þá sá maður móta fyrir rammanum á skiljustöðinni, ekki meira, hafa ber í huga að skiljustöðin er svona 40-50 metra frá veginum!! Annars þá er gott af okkur að frétta, alltof mikið að gera hjá báðum eins og venjulega. Ástþór Örn fór í leikhús í fyrsta sinn um daginn, sá piltur Kalla á þakinu, sat góður og prúður allan tímann. En núna þarf maður að klára eplið sitt og drulla sér áfram í vinnunni!! :-(