Saturday, April 09, 2005

Fjör í frans



Já það er fátt meira gaman en að vakna frekar snemma á laugardags morgni og drífa sig af stað í vinnuna!! En þetta þarf stundum að vera svona, yfirleitt er reyndar þvílíka veðrið þegar maður þarf að vinna um helgar en það virðist ekki vera raunin núna! Jamm komst ekki í fermingu norður til hennar Aldísar Dagmar systurdóttur minnar en sendi henni hinsvegar bestu kveðjur í staðinn!!

Wednesday, April 06, 2005

Svimi svimi svitabað!!



Neibb ekkert svitabað hérna. Myndi hinsvegar ekki veita af því að skreppa í ræktina og komast í smá svitabað! Frekar tíðindalaust á suðurvígstöðvunum, blessuð vinnan í alltof stóru aðalhlutverki, maður verður að fara að hætta þessu bulli og vera meira heima hjá sér!! En svona er íslenskt neyslusamfélag uppbyggt að maður er orðin tölvuþræll langt fyrir aldur fram. Fínt að gerast tölvuþræll svona upp úr sextugu en ekki árinu fyrr. Jamm ég segi að það eigi allir að vinna úti við og helst við að grafa skurð með skóflu eins og fólk gerði í gamla daga!! Það væri nú lífið :-)

Monday, April 04, 2005

Helgin fína!



Já það er langt síðan að við höfum átt svona notarlega helgi fjölskildan! Enginn í vinnu enginn að læra og enginn veikur þessa helgi!! Fórum í fermingu hjá henni Hildi Valdísi frænku minni og var það hið glæsilegasta mál, vel á borð borið og þaðan fór maður saddur og sæll! Mamma og pabbi kíktu í hrygg á föstudagskvöldið og var það mjög gaman að fá þau aðeins í rólegheitunum. Sunnudagurinn var svo tekinn með trukki og dýfu, byrjað að fara niður í Langagerði að athuga með hundana sem voru húsbóndalausir um helgina þar sem eigendurnir voru í eyjunum í fermingu. Þaðan var svo haldið í laugardaginn að gefa öndum og gæsum brauð, það þótti litlum manni ekki afleitt, svo var farið að græja þennan líka fína snjókarl heima við sem var orðin hauslaus seinni partinn í gær og einhver rústaði restinni af honum svo í gærkveldi. Svo bakaði Svanhildur súkkulaðiköku og henni var skolað niður með kakói og allt klárt! Sem sé fín helgi og vonandi verða fleiri svona á næstunni!!