Thursday, April 28, 2005

Morgun hani



Já ég er búinn að mæta í vinnuna klukkan 6:30 þessa viku og verð að segja að mér líkar það bara nokkuð vel. Klukkan hálf þrjú er maður farinn að vinna yfirvinnu og klukkan fjögur er maður farinn heim, ekki seinna!! Já eini gallinn er vekjaraklukkann hún hringir full snemma!!! En nú sé sumar og þá sé stuð!

Wednesday, April 27, 2005

Afmæli



Núna á hún Svanhildur mín afmæli, til hamingju með afmælið Svanhildur. Ekki gaman að eiga afmæli í miðri prófatörn en hún fer í próf á laugardaginn og því ekki mikill tími fyrir grín svona nokkrum dögum fyrir próf. Þetta styrkir mig bara enn meira í trúnni um að fara aldrei aftur í skóla og taka aldrei aftur próf, hata þennan fjára og er svo sannarlega búinn með minn skammt af þessu!!

Tuesday, April 26, 2005

Í sól og sumaryl



Ja í sól í það minnsta, sumarilurinn ekki orðinn enn nema 7°c. Já strákurinn mættur í vinnuna 6:30, ekki ruslið í því. Svanhildur er sem C að læra undir próf og Ástþór er bara á leikskólanum til 3 þannig að það er um að gera að vera kominn snemma heim í þessari viku. Orðið ótrúlega bjart Þetta snemma morguns og svo sem ekki mikið mál að vakan í svona björtu og fallegu veðri!! Maður verður bara að vona að það fari ekki að rigna og grámyglast í vikunni þá sofnar maður sennilega ofaní cherioos skálina sína!!