Saturday, May 14, 2005

Laugardagur



Nú sé laugardagur, nú sé ég í vinnunni, það sé bull!! Já það er ekki tekið út með sældinni að vera síldartunna! Svanhildur og Ástþór Örn fóru á nesið í gær að kíkja á lömbin og fleira skemmtilegt, skilst að sá litli sé að rifna úr hamingju þarna vestra! Ég neyðist á hinnbóginn til að reyna að grynnka á staflanum í vinnunni og taka eina vinnuhelgi! Nýtti mér einsemdina í gær og skrapp í bíó að sjá Kingdom of Heaven, verð að segja að ég hafði bara nokkuð gaman að henni. Það stafar efalaust af löngun minni til að vera hetja og bjarga heiminum, merkilegt að maður sé ekki að vinna neitt í þeim draumi!!!

Thursday, May 12, 2005

Grillveisla



Jamm það var grillveisla í Hlíðarhjallanum í gær. Ástþór og Kata kíktu við og svo kom Davíð bróðir Ástþórs en hann er búsettur í Þýskalandi en var á landinu í gær! Þetta var svona ljómandi fínt grill, teriaki legnu kjúklinga lundirnar voru æði og grillpylsurnar frá íslenskt-franskt í Borgarnesi eru magnaðar. Jamm ekki spillti fyrir nokkrar léttar og pínu bjór! Magnað að heilsan skuli vera svona góð bara helv.!!&#$%&/ kvefið að angra mann, virðist ekki ætla að losna við þann fjára frekar en aðrir á þessu skeri!!!

Wednesday, May 11, 2005

Meira grill



Jamm grilluðum okkur þessar fínu ostappylsur frá SS, voru bara alveg ljómandi fínar. Fást í Nóatúni fyrir áhugasama! Svo er það smá grillboð í kvöld. Tengdaforeldrarnir koma í grill og er Svanhildur búin að marinera kjúklingabringur í Teriaki lime og hvítlauk og ég veit ekki hvað og hvað ilmurinn þvílíkur að það hálfa væri þremur og mikið. Tilhlökkun til áts í kveld því tölverð! Annars þá hef ég það prinsip að fá mér alltaf öl þegar ég grilla og sé ég því fram á blautt sumar!!! Er það eitthvað verra??

Monday, May 09, 2005

Ný vika :-)



Jamm ekki mikið um skrif í síðust viku, ástæður: Ástþór var lasinn í síðustu viku og ég var með hann heima á miðvikudaginn, á fimmtudag var svo frí og ekki sleginn hnappur á lyklaborði til annars en leiks og skemmtunar þann daginn. Föstudagurinn var svo á yfirsnúningum í fundum og tíma pressu, helginni ekki eitt í tölvur svo nú er kominn ný vika! Svanhildur búin að vera að skrifa ritgerð og allur tíminn farið í það svo við Ástþór Örn erum búinir að vera að spauga saman þeim meira! Fór og fjárfesti í grilli á föstudaginn, tengdaforeldrarnir gáfu okkur Svanhildi í afmælisgjöf upp í grill og setti ég það saman og var það brúkað á fös og lau við mikla gleði allra viðstaddra. Jamm þessar fínu grillsvalir okkar verða brúkaðar í sumar það mun víst vera! Áfram sumarið!