Friday, May 28, 2004

Þá er það síðasti dagur vikunnar, eða réttara sagt vinnuvikunnar. Verð að segja að ég er alveg ótrúlega þreyttur þennan morgun. Ástþór Örn enn með um 40°C hita og var svoltið að vakna í nótt greyið, þambaði einhver reiðinnar bísn af vatni í fleirgang. En það er náttúrulega mun betra að hann vilji drekka svo hann þorni nú ekki. Við foreldrar hans erum nú samt orðin svoltið sibbin en það er jú partur af prógrammet. Annars þá er bara allt of mikið að gera í vinnunni og maður enganvegin að komast yfir það og í ofanálag er þessi blessaða íbúðarleit ekki plús á það. Sem c almenn þreyta í gangi og er stefnan að vinna smá á henni um helgina!!!!!

Thursday, May 27, 2004

Jæja þá er maður búinn að sjá Monkey goes to heaven live. Eitthvað sem ég átti í raun ekki vona á að ég mynd ná að gera en gerði samt. Voru þessir líka fínu Pixies tónleikar í gær, kunni bara alveg ljómandi vel við þá krakkana. Frank Black vel á annað hundrað kíló en gaf hvergi eftir. Þeir voru mun þéttari tónlistarlega en ég átti vona á og var það vel. Annars þá var svo mikill snilldar dansari sem var meðal áhorfanda í sal að annað eins hefur maður ekki séð. Maðurinn sem var eitthvað yfir þrítugt stoppaði ekki alla tónleikana, var bara að dansa við derhúfuna sína og sjálfan sig, dansandi á milli manna. Angus Young var í saman burði við þennan fýr eins og hlunkur í rólu svo mikir voru tilburðir kappans, hoppaði eins og gormur og skemmti áhorfendum með aula gangi sýnum. Annars er það helst í fréttum að Ástþór Örn er búinn að ná sér í einhverja pest og er með 40°C hita, ekki gaman að því!

Wednesday, May 26, 2004


Ekki seinna vaenna en ad byrja ad venja born vid vinnu! (Islenskir stafir virka ekki ???) Posted by Hello
Þá er liðið á miðja viku og við ekkert nær því að finna íbúð enn, ótrúlega lítið úrval af íbúðum verður að segjast. Svo er litli karlinn minn hann Ástþór Örn kominn með hita, erum að vona að hann hafi ekki náð sér í þessa streptókokkasýkingu sem er að ganga, gæti verið að taka augntennur, erum frekar að vona það. Annars er þetta fína sumarveður úti, 11°C og fínt, maður er svona umþaðbil að fatta að sumarið er komið. Komi það fagnandi!

Tuesday, May 25, 2004


?eir taki ?etta til s?n sem eiga!!! Posted by Hello
Jæja þá er ekki nema einn dagur eftir í Pixies tónleikana. Fyrri tónleikarnir í kvöld og þeir seinni á morgun og þar mun ég verða. Tilhlökkun tölverð enda hefur maður hlítt á Pixies í mörg ár og átti ekki vona á að ná þeim á tónleikum þar sem bandið var jú hætt. Svo er það bara 7 júlí þegar Placebo geysast á svið að ekki minni spenna mun verða í loftinu. Mikið tónleika sumar eins og áður hefur verið ritað hér á vefnum. Annars þá er maður að bilast á húsnæðisleit, gersamlega ekkert í boði útrúlegt en satt, allir að bíða eftir einhverjum fjáranum, gaman svo að sjá fréttir eins og í Mogganum í morgun að íbúðarverða hafi tvöfaldast á höfuðborgarsvæðinu á 7 árum!! Það er náttúrulega tómt rugla hjá fólkið að láta leiða sig svona upp í verði helvítis aumingjar sem á undan okkur eru gengnir og hafa stuðlað að því að hækka verðið svei þeim svei!!

Monday, May 24, 2004

Þá er enn ein helgin liðin, merkilegt hvað þær líða alltaf hratt helgarnar, púff farnar! Áttum þessa fínu helgi í Dal, kíktum á nýja folaldið á bænum fórum í húsin með Ástþór Örn og svo vorum við tengdapabbi ótrúlega duglegir að moka til grús inni í gamalli hlöðu sem við erum að breyta í hesthús og geymslu. Bara eitt gat á geymslunni þar sem hægt var að koma inn efni og þarf því að handmoka því á hinn endann, tölvert mikið og leiðinlegt verk en fín líkamsrækt, maður er amk með netta strengi í skrokknum. Skrítið að ég fæ aldrei strengi í minni vinnu, það er eins og það taki ekki nógu mikið á vöðvana að sitja í skrifstofustóla allan daginn, skrítið!!