Thursday, March 03, 2005
From AM to PM
Já núna er maður kominn í þann fasa að vera mættur klukkan 8 á morgnana og fara heim eftir 10 á kvöldin. Get ekki sagt að mér finnist það skemmtilegur fasi og þegar maður mætir á morgnanna er eins og maður hafi aldrei farið um kveldið. Ekki mín hugmynd af fun!! En hinsvegar má það ljóst vera að bankinn verður hæst ánægður ef maður nær að halda þessum dampi eitthvað sérstaklega eftir að maður var á dagvinnunni í febrúar sökum veikinda!! Litli maðurinn er að skríða saman, orðinn nokkuð brattur og við erum að vona að hann sé að ná að reka þetta úr sér svo hann fari nú að komast út greyið og morkni ekki í einverunni heimavið!! En aftur í þrældóminn sæl að sinni!
No comments:
Post a Comment