Monday, July 04, 2005
Grasekkill að nýju
Jamm nú er Svanhildur farinn að vinna í veiðihúsinu fyrir vestan og með Ástþór með sér. Ég er því enn á ný orðinn grasekkill!! Verð nú alveg að viðurkenna að ég hefði alveg verið til í að verða bara eftir í sveitinni um stund, en þarf að klára pressumál hérna í vinnunni eins og vanalega!! Skruppum á hestbak í gær, ég og tengdapabbi, það var mikið gaman nema að við náðum í byrjunina á rokinu og rigningunni, en það herðir mann að fá smá storm í andlitið verður að segjast, ekki fær maður hann hérna fyrir framan tölvuna!!!
Annars stór dagur hjá mér í vinnunni, fékk skiljurnar mínar loksins úr yfirferð og teikningar stimplaðar og samþykktar!! Ótrúlega lukka með það, jafnast á við 1,5 glös af prósak myndi ég segja!!
No comments:
Post a Comment