Wednesday, September 06, 2006

Saft og sultugerð í sól og sælu.



Það skildi þó ekki hafa farið svo að það kæmi ekki sumar að endingu. Hélt að maður ætti ekki eftir að fá að upplifa 19°C klukkan 20 í reykjavík á sólarlausum degi en svo var engu að síður raunin síðasta fimmtudag!! Búið að vera ljúft síðan. Sit hér og drekk bláberjavín úr heimi baldurs sem að Eyþór bóndi gaf okkur síðast sumar og fannst mér tilvalið að brúka það með nýlöguðu rifsberjageli og sólberjageli og höfðinja á saltkexi. Ljómandi alveg verður að segjast.

No comments: