Vikan mið
Jæja vikan farinn að styttast í annan endann og er það svo sannarlega vel. Alveg magnað hvað ég er ekki að nenna þessu núna þetta sumar, búinn að vera einhver vinnudeyf yfir manni í allt sumar og sé í raun ekkert fyrir endan á henni. Skruppum í smá kaffikönnuleiðangur í gær, þurfum að fara að fjárfesta okkur í slíku þar sem expresso vélinn okkar er nánast búinn að gefa upp öndina og má segja að hún andi aðeins í gegum vél!! Maður er gersamlega steinhættur að drekka þetta venjulega togarakaffi, álít það rudda hinn versta í dag og set ekkert inn fyrir mínar varir nema kaffi lagað í expresso vél umlukið flóaðri mjólk að frönskum hætti. Það er bara þannig að ef menn komast á bragðið með eitthvað gott er erfitt að taka niður fyrir sig aftur, eins og maður drakk nú af hinu ógeðinu í gamla dag!!
No comments:
Post a Comment