Verslunarmannahelgi
Jæja þá er verslunarmannahelgin liðinn og er það í sjálfum sér vel. Maður er löngu vaxinn upp úr því að liggja í tjaldi með takmarkaða rænu eftir linnulausa drykkju daganna á undan þannig að fyrir mér var þetta bara löng helgi!! Held að ég hafi drukkið heila þrjá bjóra þessa helgi og ekki getur það talist mjög á minn mælikvarða! Hins vegar fór ég á laugardagsnótt og sótti 96 ára gamlan spánverja út á flugvöll og keirði hann upp á Snæfellsnes þar sem gamli maðurinn verður að veiða út þessa viku!!! Glæsilegur leikmaður þessi karl, 96 ára með nýja veiðistöng með sér í farkestinu, það ber vott um vissa bjartsýni. Sæki hann svo aftur næstu helgi og skutla honum aftur á völinn. Hitti svo Þorgerði frænku mína og fjölskyldu á flugvellinum þau að koma úr Danmerkur ferð. Gaman að sjá litla frænda minn í fyrsta skiptið, en maður hefur ekki enn farið að sjá hann (hef reyndar gert tilraunir til þess en engin verið heima (svona mér til smá málsvarnar :-) )) Maður var löngu búinnj að kaupa eitthvað til að gefa pilti (sem og Kristínar börnum) og þetta er efalaust allt orðið of lítið!!!!! Spurning um að fara að drífa sig í heimsóknir!!!
No comments:
Post a Comment