Tuesday, November 30, 2004

Það sem ekki gaman er að gera!



Jamm mér finnst ekki gaman að koma heim úr vinnunni klukkan 11 á kvöldin, sérstaklega þegar maður er mættur 7:30!! Það bíður bara upp á snapp, jamm og snæhéra. Annars er verið að þjálfa upp átvöðvana hjá manni fyrir jólin hérna á vinnustaðnum, þar sem búið er að kaupa eitthvert ógrynni af smákökum sem maður má úða í sig að vild. Eru einhverjir 9 stórir pappakassar niðri fullir af kökum og súkkulaði. Já maður ætti að verða kominn í feikna form þann 24. Svo styttist í fimmtudaginn langþráða, en á miðnætti fimmtudags verður allt að vera klárt í þessu verki sem ég er í og eftir þann tíma ekki hægt að græja neitt um stund, sem þíðir vonandi rólegri tímar framundan. Maður lætur sig dreyma í það minnsta, reynslan sýnir samt að það muni sennilega ekki gerast, en maður má vona er það ekki!!

No comments: