Wednesday, December 01, 2004
Heima að passa gaurinn
Jamm ég virðist vera farinn að venja mig á það að slökkva á vekjaraklukkunni í svefni og vakna svo rétt fyrir átta!! Vondur ávani það. Var samt mættur fljótlega upp úr átta en þurfti svo að fara heim þar sem Ástþór er veikur og Svanhildur þurfti að fara í skólann. Var í raun ótrúlega gaman að fá að vera aðeins heima með littla manninum. Maður hefur varla séð hann undanafarnar vikur, alltaf að koma svo seint heim að það er rétt svo að menn ná að borða áður en hann þarf að fara í rúmið. Enda er hann að verða alger mömmu karl eftir þessa törn og var nú ekki á það bætandi!! :-) Það var því ótrúlega magnað að komast að því að ég á 43 tíma eftir af sumarfríinu mínu og þarf því ekki að vinna eins og sveppur mirkrana á milli um jólinn (reyndar stuttur tími mirkranna á milli um jól). Þessi afleitu fyrirtækjajól verða því ekkert svo slæm þegar allt kemur til alls. Spurning um að vera búinn að reyna að fría sig öllum verkum áður en að þessu kemur svo maður þurfi ekki að mæta sökum vinnunar!! Já það er ekki laust við að maður komist í jólaskap við að hugsa um þetta!!!!
No comments:
Post a Comment