Tuesday, November 15, 2005

Tímaleysi og stress!!



Já fátt breytist, tímaleysið skánar lítið og stressið bara eykst. Búið að vera brjálað að gera hjá Svanhildi og ekki minnkað hjá mér heldur :-) Núna er versta törnin að byrja hjá mér á heiðinni, ekki það að það hafi verið sérstök ró yfir þessu hingað til!! Þá er nú gott að geta hlakkað til jólafrísins, það verður góður dagur!!!!! Annars var vinnupartý hjá okkur á föstudag, það var mikið gaman, gítar hafður undir hönd og fóru Torfi og Gulli á kostum í spilinu og við hin hjóluðum í sögnginn. Spurning í næsta vinnupartýi hjá Torfa hvort hann verði spilandi á gítar syngjandi klámsöngva eftir Tenacious D!!! En allt hefur sína kosti og galla og fær Torfi þakkir fyrir liðin ár og árnaðaróskir í nýju starfi!

No comments: