Sunday, September 03, 2006
5 mánaða hlé
Jamm hljótt hefur verið á þessari síðu að undanförnu, nánar til tekið um 5 mánaða skeið. Ástæða þess er að ég hef bara ekki haft neitt að segja. Hef það svo sem ekki enn en eitthvað þó. Sumarið hefur einkennst af vinnu, vinnu og vinnu og svo náttúrulega laxveiði. Það mun sennilega vera hápunktur sumarsins að við hjónakornin fórum í veiði í Straumfjarðará á nesinu í rausnarlegu boði Ástþórs og Kötu. Veiðitölur sumarsins eru svo þær að ég var með 5 laxa en Svanhildur er veiðikóngur fjölskyldunnar með 6 laxa og einnig þann stærsta!!! Það eru því í þessum töluðu orðum 10 laxar í kystunni niðri og bíða þess að fara í reyk og flökun!! Eitthvað var farið á hestbak, of lítið hjá mér þetta sumarið en Svanhildur stundaði hestamennskuna stíft í sumar, enda voru þau Ástþór Örn í sveitinni í 1,5 mánuði í sumar. Fórum svo í morgun og tíndum sólber í garðinum okkar og bjuggum til sól berjasaft og hlaup og einnig krækiberjasaft en Svanka og Ástþór Örn fóru með Ástþóri eldri í berjamó um daginn og er verið að vinna úr þeirri uppskeru.
Jamm nóg í bili!
6 comments:
Bara að prófa!
ertu viss um að það séu ekki 11 laxar í kistunni?;)
Ha ha! Þurfið þið bara að kunna að draga frá á Hellisheiðinni?!?!?!
Svanka
Búið að éta einn :-)
Velkomin aftur í blogg-heim :)
velkominn aftur - kominn tími til!
Post a Comment