Wednesday, September 27, 2006

Køben var það!



Já við familían ný komin frá Köben. Fórum á fimmtudag og komum til baka á mánudag, sem c löng helgi. Þetta var hin ágætasta ferð sannast sagna, farið í tívolí, dýragarðinn (já Bjössi ég átti að skila kveðju til þín frá frænda þínum ísBirninum, hann var að dunda sér við að éta hesthaus :-) ). Vorum í heimagistingu á fínum stað og allt í gúddí nema að rúmin voru frá víti, svefnsófar með skúffum, stuttir og glerharðir!!!! Stundum er maður heppinn og stundum ekki!! En núna á maður líter af 15ára glenlivet og tóbak í pípuna og veröldin því algóð!! (já fyrir utan þá staðreynd að ég er enn í vinnunni!!!

4 comments:

Anonymous said...

nú já, hann var nú meira í grænmetinu þegar ég heimsótti hann fyrr i sumar...undarleg framkoma í hans garð finnst mér, að bjóða honum uppá tómata og hvítkál..en hestshaus er í áttina...ekki viss um að þeir fiski reyndar marga hestshausa upp um vakir á norðurslóðum

Anonymous said...

... það ætti nú að gefa honum sel - nóg er til af honum um alla firði og flóa...

... mér verður hinsvegar ekki um sel.

Anonymous said...

..ætti kannski að gefa honum selbita?

Ziggy said...

Er það ekki málið helvítis selirnir eru skaðræði í laxinum og ísbjörninn er jú svangur greyið!!