Monday, January 21, 2008

Verkefnastjórnun

Tíminn líður og þegar maður er í frí, því miður of hratt. Núna eru bara 10 dagar eftir af fríinu mínu (fæðingarorlofi) Spurning um að taka bara mars í frí líka, er svo ljómandi ljúft. Skrapp þó á námskeið í vinnunni um daginn. Um er að ræða verkefnastjórnunarnámskeið haldið í HR. Þetta reyndist hið besta námskeið, er raunar bara hálfnað, seinni hlutinn í byrjun febrúar. Þetta námskeið er keyrt á fjórun dögum, tveimur hálfum og tveimur heilum og er farið yfir sama efni og í þriggja eininga kúrs í HR. Var háskólinn bara dútl?? Það er spurningin. Litli snúðurinn minn ótrúlega vær enn sem komið er, ekki kominn með nafn enn en vonandi bráðlega. Stóri snúðurinn minn líka voða góður og hrifinn af bróður sínum. En það veður skrítið að byrja að vinna aftur, spurning um að vinna bara stórt í happdrætti og taka sér frí í nokkur ár, væri það ekki bara málið??

1 comment:

Anonymous said...

Væri gott að geta verið lengur í fríi! Hlakka til að hitta prinsinn í eigin persónu, mikið rosalega er hann líkur þér á myndunum!! Gott að heyra hversu allt gengur vel,
kveðja úr Fjallalindinni...