Thursday, January 24, 2008

In to the wild

Verð að viðurkenna að ég hef aldrei náð af mér aðdáun minni á Eðvarði Vernharðssyni (Eddie Vedder). Byrjaði að sjálfsögðu eins og hjá öllum sem á hann hlíða með Ten plötunni, vs kom þar á eftir, Vitology etc. Margar af þeim síðustu hafa verið mistækar en eðal sprettir á þeim öllum. Núna hinsvegar er kappinn með sóló plötu sem heitir "Into the Wild". Um er að ræða kvikmynda tónlist við nýjustu mynd Sean Penn. Myndin er um afburðar nemanda og Elite Athlete sem útskrifast, gefur spariféð sitt, 24þúsund dollara til góðgerðarmála og brennir peningana í veskinu sínu. Röltir svo að stað inn í óbyggðirnar og finnst að endingu í Alaska byrjaður að rotna blessaður karlinn. Hef ekki séð þessa mynd enn, (er ekki í kvikmynda downloadi) en eftir að hafa hlítt á tónlistina tel ég að hún passi þessari mynd afbrags vel og mig dauðlagnar að sjá myndina. Penninn er heldur ekki vanur að klikka að mínu mati með sínar myndir. Diskurinn hans Vedders er afbragð að mínu mati (sem er undantekningalaus rétt mat, leyfi stundum öðrum að halda að þeir hafi rétt fyrir sér þó!).
Mæli með að menn kynni sér málið!

1 comment:

Anonymous said...

Vedderinn er engin aukvisi. Nú er þetta plata vikunnar á Rás 2 og mér finnst hún alveg stórgóð só far.

Bestu kveðjur