Monday, February 04, 2008

Heima með einn veikan

Fyrsti vinnudagurinn á föstudaginn eftir fæðingarorlof part 1. Vildi svo skemmtilega til að ég var á námskeiði á föstudag og reyndar laugardag líka, klára verkefnastjórnunarnámskeið. Átti svo að vera fyrsti "venjulegi" vinnudagurinn í dag. Kom einn lítill uppí í nótt með yfir 40°C hita og gat varla kyngt greyið. Hann er því heima í dag og ég líka. Fer með Ástþór til læknis í dag klukkan 13 til að tékka á streptókokka sýkingu. Arnaldur fer svo til læknis klukkan 15 í vigtun og mælingu svo það er nóg að gera í heilbrigðismálum á heimilinu.
Venjulegur vinnudagur verður því að bíða um stund, það er svo sem sársaukalaust að minni hálfu, hefði vel verið til í að taka mér lengra fæðingarorlof í beit, en átti ekki hægt um vik sökum vinnu!! Maður verður þá bara að halda áfram með fimmta fjallið hans Coelho. Keypti mér slatta af gömlum bókum með Paulo Coelho og er hálfnaður með staflann. Hef glettilega gaman að karlinum verð ég að segja. Var búinn að lesa allar nýrri bækurnar hans og þær frægari en átti gömlu eftir og er að vinna bót á því.

4 comments:

Anonymous said...

Elsku bróðir. Fer reglulega og skoða myndir af ykkar ótrúlega fallegu drengjum. Hlakka mikið til að sjá þá, veit ekki hvenær ég kemst suður næst, verð þó í tæpa viku strax eftir páska í stórborginni, þá með skólanum. Gaman að fylgjast með og kveðjur til allra. Þín sys. affí

Anonymous said...

Hæ elsku bróður. Er hjá mömmu og pabba að skoða allt myndasafnið ykkar Svanhildar af þessum ótrúlega fallegu barnabörnum. þau gömlu alveg að rifna af monti. Þau voru í messu í morgun þar sem flutt var lag eftir pabba með texta eftir mömmu, þau mjög glöð með þetta allt. Bestu kveðjur úr Litluhlíð, þín sys affí

Thordisa said...

Ertu bara farinn að blogga aftur frábært ég kíki þá hjá þér reglulega.Förum nú að hittast kv Þórdís

Anonymous said...

sigurður er kominn sterkur inn - datt hér inn eftir langt hlé og kallinn bara farinn að skrifa hægri vinstri. Það er vel.

:-)