Vikan í tvennt
Þá er vikan hálfnuð og er það vel. Nánast engir í vinnunni þessa daga nema ég og nokkri aðrir og það er í raun ekki afkastakvetjandi. Ætla sem C að taka mér frí næstu viku og ég hlakka alveg ótrúlega mikið til að gera slíkt það verður bara að segjast! Er að reyna að klára af mér verk sem eru komin á tíma og er að vona að það náist á föstudag, C ekkert því til fyrirstöðu og þá er ég farinn næstu níu dagana!! Nauðsynlegt að komast frá um sumar og hlaða batteríin og safna siðferðisþreki, þetta snýst jú allt saman um það er það ekki! Búið að grafa götuna okkar gersamlega í sundur og er verið að skifta um lagnir, en á meðan er ekki gott um vik að finna bílastæði og þau fáu eru þröng og leiðinleg plús það að hávaðinn af steinsögum og höggborvélum er að verða nógur að sinni!
No comments:
Post a Comment