Friday, July 16, 2004

Síðasti dagur fyrir frí

Jæja þá er það síðasti dagurinn fyrir "sumarfríið mitt". Stefnan er að bruna vestur og dvelja þar í nokkra daga svo að Svanhildur geti haldið áfram að skrifa B.A. ritgerðina sína. Við Ástþór Örn ætlum hinsvegar bara að fara og hafa það gott í sveitinni. Fara út að moka og djöflast og hafa það sem allra best. En þangað til verður maður að harka af sér síðasta daginni í vinnunni í bili! Hurrey fyrir því!!

No comments: