Skattur
Jæja þá standa yfir þessar árlegu skatta kæringar!! Alltaf mikið fjör þar á ferð. ég á að byrja að borga 60 þús þann 1.ágúst sem fyrstu greiðslu af 360 þús sem ég á að skulda. Þannig er reyndar alls ekki staðann, áætluð á mig staðgreiðsla frá því að ég var í danmörku svo maður þarf að kæra það til baka. Nú svo voru líka laun upp á 119 þús sem ég á að hafa fengið hjá Garðþjónustinni Ehf í apríl fyrir ári en ég var reyndar búsettur í Danmörku þá en ég þarf sennilega að sanna að svo hafi verið, ekki þeir að ég hafi verið í vinnu!! Þannig er þetta alltaf. Svo þarf ég að skutlast út á flugvöll í nótt og sækja 96 ára spánverja sem er að fara að veiða í Straumfjarðará, kraftur í karli!! Annars þá held ég að ég sé einn í vinnunni í dag, hugsanlega einhver einn á neðri hæðinni, enda hvað er fólk að vinna um verslunarmannahelgar!!!!
No comments:
Post a Comment