Thursday, October 07, 2004
Veikindi
Jamm þá eru það veikinda fréttir. Ég fór lasinn heim á þriðjudag og var að jafna mig í gær, í nótt veiktist svo Svanhildur og er hún eins og ég búin að vera að æla lifrum og lungum í fleirgang. Svo var hringt í mig í vinnuna í dag og þá var það dagmamman og Ástþór Örn var orðin lasinn. Þau liggja því hér sjúk saman mæðginin og ég kom heim úr vinnunni til að sjá um liðið. Jamm svona er að búa á lítili eyju þar sem tryggt er að maður kemst í snertingu við allar umgangspestir sem á ferðinni eru!!!
No comments:
Post a Comment