Monday, October 04, 2004
Október eða krækiber
Stundum eru helgar og stundum eru ekki helgar og er það til dæmis núna. Núna er ekki helgi og er það miður. Núna er ekki eins sinni mánðurinn miður, það er líka miður. Jamm helginni lokið og reyndist hún hin ágætasta í kópavoginum. Búið að henda upp gardínum í eldhúsið og hillu í svefnherbergið þannig að núna kemmst prenntarinn fyrir. Uppsettum snögum fjölgar og kössum á gólfum fækkar. Diddi og fjölskilda kíktu á föstudaginn í pizzu og íbúðar ákíkk það var gaman að fá smá heimsókn. Ástþór Örn taldi sig nú alveg jafningja eldri frænda sinna og var í miklu stuði. En núna er sælan búinn og vinnan bíður manns með bros á vör!!!
No comments:
Post a Comment