Friday, October 08, 2004
Að tapa mér
Jamm maður leyfir sér að verða veikur um stund og þegar maður kemur aftur til vinnu skal það tryggt að maður fái nú ekki að ná sér í ró og næði. Neibb það er búið að vera alveg spastíkst álag á mér í gær og dag og ég sé enganvegin fram úr augunum. Í ofanálag er maður enn hálf slappur og vinnuafköstin því ekki eins öflug og maður vildi. En nú er bara að bíta í skjaldarrendur og bölva í hljóði því eins og fram hjá engum hefur farið er jú fokking föstudagur í dag og spurning um að fara að chilla í kribbunni eins og amerískt lástéttafólk sem telur sig vera hipp gæti hugsanlega orðað það!
No comments:
Post a Comment