Wednesday, November 24, 2004
Jamm og jæja
Dagur miðrar viku er runninn upp. Það þýðir aðeins í raun að dagurinn fyrir dag miðrar viku er liðinn. Ótrúlega skrítið með það að dagarnir líða og koma ekki aftur. Eða hvað??? Ég get svo svarið að það var miðvikudagur í síðustu viku og samkvæmt því þá koma dagarnir aftur. Svo hvort er það, nú er algerlega búið að rugla mig í rýminu. Mér finnst persónulega betra að láta rugla mig í rúminu en rýminu. Og hvað rými er það sem maður er ruglaður í. Höfuðið er í raun ekki rými því það er full af heila, en þá er tölvert rými fyrir utan höfuð en það tekur ekki þátt í hugsanagangi manns og því ekki hægt að rugla mann í því rými. Mér þykir þetta allt hið undarlegasta mál. Þannig er nú það!
No comments:
Post a Comment